Í morgun var einn leigjendanna borinn út eftir að hún neitaði að borga húsaleiguna sökum nágranna sem hrelli alla sem búa í húsinu.
Þá verður rætt við atvinnuvegaráðherra sem segir að viðvörunarbjöllur fari í gang þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og króna styrkist. Hún vill skýringar á því.
Einnig segjum við frá uppákomu sem varð í Þýskalandi í morgun þegar kanslarakjör í þýska þinginu fór út um þúfur.
Í íþróttunum verður það körfuboltinn en nú liggur fyrir hvaða lið keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.