Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2025 14:01 Kristrún segir að ráðherranefnd muni koma saman á næstu dögum til að ræða hvernig sporna megi við allsherjarrafmagnsleysi. AP/Vísir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að verið se að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að upp komi umfangsmikið rafmagnsleysi hér á landi eins og varð á Íberíuskaga á mánudag. Sara Aagesen umhverfisráðherra Spánar sagði á nefndarfundi í spænska þinginu í gær að ekki sé hægt að kenna aukinni notkun á endurnýjanlegum orkulindum um rafmagnsleysið. Hann lofaði á sama tíma því að atvikið verði rannsakað til hlítar. Kristrún segir ríkisstjórnina meðvitaða um innviðaskort hér á landi, sem Landsnet hefur ítrekað bent á. „Það eru auðvitað viðbragðsáætlanir hjá almannavörnum og auðvitað er þetta eitthvað sem við skoðum í þjóðaröryggisráði. En ég held að fram veginn þurfum við að velta fyrir okkur af hverju við þurfum að hafa áhyggjur af svona þáttum á Íslandi,“ segir Kristrún. Landsnet sé með mikilvæga kerfisáætlun og hafi reglulega vakið athygli á því hve erfitt er að framkvæma hér á landi. „Við erum meðvituð um þennan innviðaskort, þessa innviðaskuld sem hefur byggst upp á Íslandi. Við ætlum að taka skurk í þessum málaflokki.“ Á næstu dögum er á dagskránni að halda fund hjá ráðherranefnd um samhæfingu mála, sérstaklega um orkumál og skipulagsmál. „Til þess að tryggja það að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, innviðaráðuneytið og það ráðuneyti sem fer með skipulagsmál samhæfi sig í þessum málaflokki svo við lendum ekki í þeirri stöðu, eins og við sjáum á Spáni, að verða í slíku ástandi,“ sagði Kristrún. Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Orkumál Spánn Portúgal Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal. 29. apríl 2025 11:38 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Slapp vel frá rafmagnsleysinu Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal. 30. apríl 2025 09:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sara Aagesen umhverfisráðherra Spánar sagði á nefndarfundi í spænska þinginu í gær að ekki sé hægt að kenna aukinni notkun á endurnýjanlegum orkulindum um rafmagnsleysið. Hann lofaði á sama tíma því að atvikið verði rannsakað til hlítar. Kristrún segir ríkisstjórnina meðvitaða um innviðaskort hér á landi, sem Landsnet hefur ítrekað bent á. „Það eru auðvitað viðbragðsáætlanir hjá almannavörnum og auðvitað er þetta eitthvað sem við skoðum í þjóðaröryggisráði. En ég held að fram veginn þurfum við að velta fyrir okkur af hverju við þurfum að hafa áhyggjur af svona þáttum á Íslandi,“ segir Kristrún. Landsnet sé með mikilvæga kerfisáætlun og hafi reglulega vakið athygli á því hve erfitt er að framkvæma hér á landi. „Við erum meðvituð um þennan innviðaskort, þessa innviðaskuld sem hefur byggst upp á Íslandi. Við ætlum að taka skurk í þessum málaflokki.“ Á næstu dögum er á dagskránni að halda fund hjá ráðherranefnd um samhæfingu mála, sérstaklega um orkumál og skipulagsmál. „Til þess að tryggja það að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, innviðaráðuneytið og það ráðuneyti sem fer með skipulagsmál samhæfi sig í þessum málaflokki svo við lendum ekki í þeirri stöðu, eins og við sjáum á Spáni, að verða í slíku ástandi,“ sagði Kristrún.
Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Orkumál Spánn Portúgal Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal. 29. apríl 2025 11:38 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37 Slapp vel frá rafmagnsleysinu Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal. 30. apríl 2025 09:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal. 29. apríl 2025 11:38
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. 29. apríl 2025 19:37
Slapp vel frá rafmagnsleysinu Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal. 30. apríl 2025 09:01