Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2025 20:28 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um óboðlegt ástand í fangelsum landsins sem eru sprungin og yfirfull af fólki. Formaður Félags fangavarða sagði þau yfirfull af fólki sem ekki eigi heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir. Ríflega 70 hælisleitendur hafa sætt fangelsisvist síðustu mánuði áður en þeim var vísað úr landi. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Áskoranirnar svipaðar og í nágrannalöndunum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að stærstu áskoranir Íslands í útlendingamálum séu hliðstæðar þeim sem eru í nágrannalöndunum. „Það er að geta tekið á móti því fólki sem hingað kemur á flótta, sækir um alþjóðlega vernd, geta gert það þannig að það sé góður bragur á því,“ segir hún. Á sama tíma komi hingað fólk sem sækir um alþjóðlega vernd en uppfyllir ekki skilyrði þess að teljast fólk á flótta. Flestir þeirra yfirgefi landið sjálfviljugir en sumir séu ósamvinnufúsir. „Þá hefur vantað einhvern stað til að vista þetta fólk áður en það fer úr landi. Af því að við eigum engan slíkan stað, þá hefur þetta fólk verið vistað í fangelsum,“ segir Þorbjörg, en hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eina ríki Schengen án brottfararstöðvar Þorbjörg segir að ástandið í yfirfullum fangelsum landsins sé óboðlegt af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi er það að við erum að vista þarna fólk í fangelsum sem ekki hefur verið dæmt sekt um neinn glæp, það er ómannúðleg afgreiðsla. Síðan hitt að þetta hefur mikil áhrif á fangelsiskerfið okkar.“ Hún boðar frumvarp í haust þar sem tryggt verður að ósamvinnufúsir hælisleitendur sem bíða brottvísunar verði vistaðir í brottfararstöð. Jafnframt segir Þorbjörg að lögum samkvæmt hafi Ísland átt að vera með slíkt úrræði síðan 2008 samkvæmt Schengen-samningnum. Ísland sé eina ríkið í Schengen-samstarfinu sem ekki hafi svona úrræði á sínum vegum. „Þetta er algjört lokaúrræði, þetta er úrræði fyrir fámennan hóp fólks sem að neitar að yfirgefa landið þrátt fyrir að hafa fengið fyrirmæli þar um. Flestir fara að lokum í samvinnu við stjórnvöld.“ „Svo bendi ég á að það að svona úrræði sé til, hefur líka ákveðin varnaráhrif og ýtir undir það að fólk fari í samvinnu við stjórnvöld.“ Stjórnvöld taki vel utan um viðkvæman málaflokk Þorbjörg segist merkja það að það séu skörp skil í umræðunni um útlendingamál og segir það hlutverk allra að vanda sig þar um. „Auðvitað á að tala um hlutina eins og þeir eru, til dæmis varðandi skipulagða brotastarfsemi, hún er veruleiki hér á landi og hún er veruleiki í löndunum í kringum okkur.“ „Það eru Íslendingar jafnt sem útlendingar sem starfa í umhverfi afbrota. Það á auðvitað aldrei að tala með þeim hætti að útlendingar séu eitthvað sérstakt vandamál varðandi þá staðreynd að menn brjóti af sér.“ Hún segir að Ísland hafi tekið á móti mörgum flóttamönnum á stuttum tíma, og því fylgi alls konar áskoranir. Aðalatriðið í málefnum hælisleitenda sé að Ísland taki á móti fólki þannig góður bragur sé á. „Að við tökum á móti fólki þannig að það geti tekið virkan þátt í samfélaginu hvort sem við erum að horfa á atvinnumarkað eða aðra anga samfélagsins. Í því felst auðvitað ef maður er pragmatískur, það eru einhver efri mörk á því hvað samfélagið getur gert til þess að geta gert hlutina vel.“ „Við höfum reynsluna í löndunum í kringum okkur þar sem farið hefur verið of geist, það hefur líka afleiðingar í för með sér. Stærsta svarið við mannúðinni er ekki að taka á móti flestum , heldur að geta gert það þannig sómi sé að,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. 27. apríl 2025 19:00 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um óboðlegt ástand í fangelsum landsins sem eru sprungin og yfirfull af fólki. Formaður Félags fangavarða sagði þau yfirfull af fólki sem ekki eigi heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir. Ríflega 70 hælisleitendur hafa sætt fangelsisvist síðustu mánuði áður en þeim var vísað úr landi. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Áskoranirnar svipaðar og í nágrannalöndunum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að stærstu áskoranir Íslands í útlendingamálum séu hliðstæðar þeim sem eru í nágrannalöndunum. „Það er að geta tekið á móti því fólki sem hingað kemur á flótta, sækir um alþjóðlega vernd, geta gert það þannig að það sé góður bragur á því,“ segir hún. Á sama tíma komi hingað fólk sem sækir um alþjóðlega vernd en uppfyllir ekki skilyrði þess að teljast fólk á flótta. Flestir þeirra yfirgefi landið sjálfviljugir en sumir séu ósamvinnufúsir. „Þá hefur vantað einhvern stað til að vista þetta fólk áður en það fer úr landi. Af því að við eigum engan slíkan stað, þá hefur þetta fólk verið vistað í fangelsum,“ segir Þorbjörg, en hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eina ríki Schengen án brottfararstöðvar Þorbjörg segir að ástandið í yfirfullum fangelsum landsins sé óboðlegt af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi er það að við erum að vista þarna fólk í fangelsum sem ekki hefur verið dæmt sekt um neinn glæp, það er ómannúðleg afgreiðsla. Síðan hitt að þetta hefur mikil áhrif á fangelsiskerfið okkar.“ Hún boðar frumvarp í haust þar sem tryggt verður að ósamvinnufúsir hælisleitendur sem bíða brottvísunar verði vistaðir í brottfararstöð. Jafnframt segir Þorbjörg að lögum samkvæmt hafi Ísland átt að vera með slíkt úrræði síðan 2008 samkvæmt Schengen-samningnum. Ísland sé eina ríkið í Schengen-samstarfinu sem ekki hafi svona úrræði á sínum vegum. „Þetta er algjört lokaúrræði, þetta er úrræði fyrir fámennan hóp fólks sem að neitar að yfirgefa landið þrátt fyrir að hafa fengið fyrirmæli þar um. Flestir fara að lokum í samvinnu við stjórnvöld.“ „Svo bendi ég á að það að svona úrræði sé til, hefur líka ákveðin varnaráhrif og ýtir undir það að fólk fari í samvinnu við stjórnvöld.“ Stjórnvöld taki vel utan um viðkvæman málaflokk Þorbjörg segist merkja það að það séu skörp skil í umræðunni um útlendingamál og segir það hlutverk allra að vanda sig þar um. „Auðvitað á að tala um hlutina eins og þeir eru, til dæmis varðandi skipulagða brotastarfsemi, hún er veruleiki hér á landi og hún er veruleiki í löndunum í kringum okkur.“ „Það eru Íslendingar jafnt sem útlendingar sem starfa í umhverfi afbrota. Það á auðvitað aldrei að tala með þeim hætti að útlendingar séu eitthvað sérstakt vandamál varðandi þá staðreynd að menn brjóti af sér.“ Hún segir að Ísland hafi tekið á móti mörgum flóttamönnum á stuttum tíma, og því fylgi alls konar áskoranir. Aðalatriðið í málefnum hælisleitenda sé að Ísland taki á móti fólki þannig góður bragur sé á. „Að við tökum á móti fólki þannig að það geti tekið virkan þátt í samfélaginu hvort sem við erum að horfa á atvinnumarkað eða aðra anga samfélagsins. Í því felst auðvitað ef maður er pragmatískur, það eru einhver efri mörk á því hvað samfélagið getur gert til þess að geta gert hlutina vel.“ „Við höfum reynsluna í löndunum í kringum okkur þar sem farið hefur verið of geist, það hefur líka afleiðingar í för með sér. Stærsta svarið við mannúðinni er ekki að taka á móti flestum , heldur að geta gert það þannig sómi sé að,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. 27. apríl 2025 19:00 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. 27. apríl 2025 19:00
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34