Níu eru látnir og á áttunda tug særðir eftir umfangsmiklar árásir á Kænugarð í nótt. Rússar halda því fram að árásunum hafi verið beint að hernaðarinnviðum.
Forsætisráðherra Indlands heitir því að refsa öllum þeim sem áttu aðkomu að mannskæðum árásum í Kasmír á þriðjudag. Lögregla hefur borið kennsl á þrjá af fjórum meintum árásarmönnum, tveir þeirra eru sagðir pakistanskir ríkisborgarar.
Við verðum í beinni útsendingu frá Stakkavíkurvelli í Grindavík þar sem stefnt er á að spilaður verði fótbolti í sumar.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.