Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2025 12:02 Andrésar andar leikarnir fara fram þrátt fyrir erfiðan skíðavetur. Vísir/Vilhelm Fertugustu og níundu Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum hefjast í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri. Formaður Andrésarnefndar segir að á tímabili hafi litið út fyrir að slæmt snjófæri myndi setja strik í reikninginn en nú sé útlit fyrir að metþátttaka verði á leikunum. Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Andrésar andar leikarnir eru á ári hverju hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnum og ungmennum en leikarnir verða settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Næstu þrjá daga verður svo keppt í hinum ýmsu skíðagreinum en Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar segir að aðstæður í Hlíðarfjalli séu nú með ágætum þó útlitið hafi um tíma verið annað. „Það er bara mikil spenna í loftinu og tilhlökkun eftir erfiðan vetur á öllu landinu, að þá er bara gríðarleg gleði að við séum að ná að halda þetta.“ Lítið hafi verið um snjó undanfarið á öllu landinu og skíðasvæði víðast hvar lokuð. Margir hafi því lagt leið sína til Akureyrar að æfa sig fyrir leikana. „Undirbúningur hefur bara gengið vel, það er ekki nema vika síðan að þá héldum við jafnvel að við værum að missa þetta vegna hlýinda en það er búið að vera kalt alla síðustu viku sem hefur breytt leiknum fyrir okkur og þetta lítur bara virkilega vel út.“ Metfjöldi barna og ungmenna tekur þátt í leikunum í ár en í fyrsta sinn eru keppendur yfir níuhundruð talsins og leggja um þrjú þúsund manns leið sína í bæinn vegna mótsins. Fjalar segir það ánægjulegt í ljósi þess hve erfitt skíðafærið hefur verið í vetur. Þá verður ný grein kynnt í ár. „Á laugardaginn þá ætlum við að prófa hérna skíðaskotfimi með laserskotrifflum og sjá hvernig það til tekst og svo bara verður framhaldið tekið eftir hvernig okkur finnst það ganga og viðtökurnar verða.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira