Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 19:13 Ásthildur Lóa og maður hennar eru greinilega tilbúin að segja skilið við húsið á Háhæð sem þau hafa búið í frá 2007. Lögheimili eignamiðlun/Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir. Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun
Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira