„Það er eitthvað við það að vera hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 14:30 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Yfir tvö þúsund manns renndu sér niður brekkur Hlíðarfjalls í gær, og búist er við sama fjölda í dag. Rekstrarstjóri segir færið á barmi fullkomnunar. Það styttist í að skíðatímabilinu ljúki. Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira