„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2025 10:08 Líkt og sjá má gista drengirnir á flugvallaganginum. Freydís Bjarnadóttir Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Play er vonast til að vélin geti flogið heim í dag. „Við erum búin að liggja á marmaranum í alla nótt. Og ekkert útlit fyrir að við getum farið héðan,“ segir Freydís Bjarnadóttir, móðir og fararstjóri, við fréttastofu. „Við áttum flug seint í gærkvöldi. Fyrst þurftum við að bíða heillengi í vélinni áður en við fórum í loftið. Svo fórum við í loftið, en komumst líklega aldrei í fulla flughæð. Við byrjum að hringsóla strax. Svo segir flugstjórinn okkur að það sé bilun í loftræsti- eða kælikerfi fyrir einhverja tölvu. Það var ekki hægt að fljúga vélinni heim þannig, segir hann. Það var mikið bensín á vélinni. Þannig hann ætlaði að hringsóla með dekkin niðri í hálftíma, en við gerðum það reyndar í klukkutíma, og lendum svo aftur í Barselóna.“ Hópurinn kemur bæði frá ÍA og Grindavík.Freydís Bjarnadóttir Þau hafi lent aftur þegar klukkan var orðin rúmlega eitt. Freydís segir að á meðan þau voru í vélinni, sem var á vegum flugfélagsins Play, hafi þeim verið lofað hótelgistingu. Þegar þau hafi komið á flugstöðina hafi þeim síðan verið sagt að það yrði ekki gert. Þá hafi þau sjálf reynt að hringa nokkur símtöl til að redda gistingu en ekki haft neitt upp úr krafsinu. „Enda er erfitt að koma með sjötíu krakka inn á eitthvað hótel klukkan þrjú um nótt,“ segir Freydís. Þau hafi því fundið þann stað á flugvellinum þar sem lýsingin var minnst. Þar hafi þau fengið strákana til að taka allt mjúkt upp úr töskunum og liggja og sofa. „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt,“ segir Freydís. Hún tekur fram að drengirnir hafi staðið sig eins og hetjur í þessu öllu saman. Fluginu aflýst Að sögn Freydísar voru fyrstu fréttir á þá leið að flugvélin yrði löguð og þau færu af stað rétt fyrir eitt í dag. Það hafi síðan breyst. „Rétt um sjö í morgun þá fara að koma skilaboð um að það sé búið að aflýsa fluginu alveg,“ segir Freydís, en næsta flug er á miðvikudag. Freydís segir að drengirnir hafi staðið sig eins og hetjur.Freydís Bjarnadóttir „Þannig við sitjum hérna ekki með neitt hótel, ekki með neitt flug. Það væri allt í góðu ef þetta væri fullorðið fólk en þetta eru bara börn, sjötíu börn sem eru skilin eftir á flugvelli í Barselóna. Við viljum bara vera sótt. Það hljóta að vera einhver lög sem verja okkur. Ég trúi ekki öðru.“ Pappírarnir að renna út Eitt vandamál sem blasir nú við þeim er að pappírar, sem foreldrar skrifuðu undir og gera fararstjórunum kleift að ferðast með börnin, renna út í dag. „Við getum ekki treyst því að við getum farið með strákana á flakk. Við eigum ekki nema lítinn hluta af börnunum. Stærstur hlutinn er foreldralaus börn.“ Freydís segir að sér finnist óþægilegt að bara ábyrgð á öllum þessum börnum í aðstæðum sem hún ráði ekki við. Tösku stolið og vegabréfið með Freydís greinir einnig frá því að búið sé að stela tösku eins drengsins, og þar með vegabréfinu hans. Taskan hafi horfið og við leit hafi þau fundið brottfararspjaldið hans í ruslatunnu. Hún telur því ljóst að töskunni hafi verið stolið. Að sögn Freydísar vilja þau ekki verja páskunum á flugvelli. Þau vonast til þess að einhver sem geti bjargað málunum muni gera það. „Þeir vilja auðvitað bara fara heim. Það er páskafrí. Allir áttu að fara í páskafrí með fjölskyldunni.“ Drengirnir vilja komast heim í páskafrí.Freydís Bjarnadóttir Reyna að koma vélinni í lag í dag Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í almannatengslum hjá Play, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að bíða eftir varahlutum. Um leið og þeir komi verði flogið af stað með hópinn. Vonast sé til þess að hægt verði að koma þessu í lag í dag. Honum skilst að enga gistingu hafi verið að fá, en að farþegar hafi verið upplýstir um þeirra réttindi. „Það er verið að vinna að þessu hörðum höndum og vonandi tekst þetta allt vel í dag.“ Fréttir af flugi Play Spánn ÍA Grindavík UMF Grindavík Akranes Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Play er vonast til að vélin geti flogið heim í dag. „Við erum búin að liggja á marmaranum í alla nótt. Og ekkert útlit fyrir að við getum farið héðan,“ segir Freydís Bjarnadóttir, móðir og fararstjóri, við fréttastofu. „Við áttum flug seint í gærkvöldi. Fyrst þurftum við að bíða heillengi í vélinni áður en við fórum í loftið. Svo fórum við í loftið, en komumst líklega aldrei í fulla flughæð. Við byrjum að hringsóla strax. Svo segir flugstjórinn okkur að það sé bilun í loftræsti- eða kælikerfi fyrir einhverja tölvu. Það var ekki hægt að fljúga vélinni heim þannig, segir hann. Það var mikið bensín á vélinni. Þannig hann ætlaði að hringsóla með dekkin niðri í hálftíma, en við gerðum það reyndar í klukkutíma, og lendum svo aftur í Barselóna.“ Hópurinn kemur bæði frá ÍA og Grindavík.Freydís Bjarnadóttir Þau hafi lent aftur þegar klukkan var orðin rúmlega eitt. Freydís segir að á meðan þau voru í vélinni, sem var á vegum flugfélagsins Play, hafi þeim verið lofað hótelgistingu. Þegar þau hafi komið á flugstöðina hafi þeim síðan verið sagt að það yrði ekki gert. Þá hafi þau sjálf reynt að hringa nokkur símtöl til að redda gistingu en ekki haft neitt upp úr krafsinu. „Enda er erfitt að koma með sjötíu krakka inn á eitthvað hótel klukkan þrjú um nótt,“ segir Freydís. Þau hafi því fundið þann stað á flugvellinum þar sem lýsingin var minnst. Þar hafi þau fengið strákana til að taka allt mjúkt upp úr töskunum og liggja og sofa. „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt,“ segir Freydís. Hún tekur fram að drengirnir hafi staðið sig eins og hetjur í þessu öllu saman. Fluginu aflýst Að sögn Freydísar voru fyrstu fréttir á þá leið að flugvélin yrði löguð og þau færu af stað rétt fyrir eitt í dag. Það hafi síðan breyst. „Rétt um sjö í morgun þá fara að koma skilaboð um að það sé búið að aflýsa fluginu alveg,“ segir Freydís, en næsta flug er á miðvikudag. Freydís segir að drengirnir hafi staðið sig eins og hetjur.Freydís Bjarnadóttir „Þannig við sitjum hérna ekki með neitt hótel, ekki með neitt flug. Það væri allt í góðu ef þetta væri fullorðið fólk en þetta eru bara börn, sjötíu börn sem eru skilin eftir á flugvelli í Barselóna. Við viljum bara vera sótt. Það hljóta að vera einhver lög sem verja okkur. Ég trúi ekki öðru.“ Pappírarnir að renna út Eitt vandamál sem blasir nú við þeim er að pappírar, sem foreldrar skrifuðu undir og gera fararstjórunum kleift að ferðast með börnin, renna út í dag. „Við getum ekki treyst því að við getum farið með strákana á flakk. Við eigum ekki nema lítinn hluta af börnunum. Stærstur hlutinn er foreldralaus börn.“ Freydís segir að sér finnist óþægilegt að bara ábyrgð á öllum þessum börnum í aðstæðum sem hún ráði ekki við. Tösku stolið og vegabréfið með Freydís greinir einnig frá því að búið sé að stela tösku eins drengsins, og þar með vegabréfinu hans. Taskan hafi horfið og við leit hafi þau fundið brottfararspjaldið hans í ruslatunnu. Hún telur því ljóst að töskunni hafi verið stolið. Að sögn Freydísar vilja þau ekki verja páskunum á flugvelli. Þau vonast til þess að einhver sem geti bjargað málunum muni gera það. „Þeir vilja auðvitað bara fara heim. Það er páskafrí. Allir áttu að fara í páskafrí með fjölskyldunni.“ Drengirnir vilja komast heim í páskafrí.Freydís Bjarnadóttir Reyna að koma vélinni í lag í dag Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í almannatengslum hjá Play, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að bíða eftir varahlutum. Um leið og þeir komi verði flogið af stað með hópinn. Vonast sé til þess að hægt verði að koma þessu í lag í dag. Honum skilst að enga gistingu hafi verið að fá, en að farþegar hafi verið upplýstir um þeirra réttindi. „Það er verið að vinna að þessu hörðum höndum og vonandi tekst þetta allt vel í dag.“
Fréttir af flugi Play Spánn ÍA Grindavík UMF Grindavík Akranes Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira