Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 08:47 Aimee Lou Wood t.v. sem Chelsea í White Lotus og Sarah Sherman t.h. sem sami karakter en um leið Cheryl Hines. Instagram/Youtube Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. SNL sýndi á laugardag sketsinn White Potus, grínútgáfu af þriðju seríu White Lotus, þar sem Trump-fjölskyldan var tekin fyrir. Þarna mátti sjá vel girtan Donald Trump fá taugaáfall yfir áhrifum tollanna, óðamála Melaniu Trump og bræðurnar Don Jr. og Eric Trump. Þá brá Jon Hamm sér í hlutverk heilbrigðismálaráðherrans Robert F. Kennedy Jr. í líki Rick Hatchett (Walton Goggins) úr þriðju seríu þáttanna. Sketsinn má sjá hér að neðan. Í sketsinum spyr Kennedy: „Ég hef verið að fá þessar klikkuðu hugmyndir, eins og hvað ef við tökum allan flúorinn úr drykkjarvatninu? Hvað myndi það gera við tennur fólks?“ „Flúoríð? Hvað er það?“ svaraði eiginkona hans, leikin af Söruh Sherman, með risastórar gervitennur og enskan hreim. Þarna var greinilega ekki verið að gera grín að Cheryl Hines, alvöru eiginkonu Kennedy, heldur Aimee Lou Wood sem leikur sama karakter í White Lotus og er þekkt fyrir óhefðbundnar tennur sínar. Brandarinn stakk því í stúf við restina af sketsinum. „Illkvittið og ófyndið“ Á laugardaginn deildi Aimee Lou Wood röð hringrása (e. story) á Instagram þar sem hún lýsti fyrir aðdáendum samskiptum sínum við fólkið hjá HBO sem hefði verið mjög stuðningsríkt í hennar garð. Í kölfarið ákvað hún að létta frekar af sér. „En á meðan ég er í hreinskilnisham, þá fannst mér SNL-dæmið illkvitið og ófyndið,“ sagði hún á einni myndinni. „Algjör skömm því ég skemmti mér konunglega þegar ég horfði fyrir nokkrum vikum síðan. Gerið endilega grín - um það snýst þátturinn. En það hlýtur að vera sniðugari, fíngerðari og ekki jafn ódýr leið að því?“ sagði hún í næstu hringrás. Aimee var ekki alveg nógu sátt. Wood, sem er frá Stockport úr Manchester-sýslu, var ekki heldur sérlega ánægð með hreiminn. „Náið hreimnum að minnsta kosti réttum, í alvöru. Ég virði nákvæmni jafnvel þó hún sé illkvitin,“ sagði hún á annarri mynd. Um tveimur tímum eftir fyrstu færsluna birti Wood færslu þar sem sagði: „Ég hef fengið afsökunarbeiðni frá SNL.“ Þáttastjórnendur virðast hafa beðið Wood persónulega afsökunar því afsökunarbeiðnin er ekki opinber. Að fólk sé beðið afsökunar af SNL þykir ansi sjaldséð og ef það er gert þá er það gjarnan gert í sjálfum þættinum á óhefðbundinn máta. Allt er gott sem endar vel. Að lokum birti Wood hringrás þar sem hún sagðist alveg hafa húmor fyrir sjálfri sér. „Ég er ekki hörundsár. Ég elska í alvörunni að láta gera grín að mér þegar það er sniðugt og í góðri trú. En grínið var um flúor. Ég er gistennt en ekki með slæmar tennur,“ sagði hún. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að SNL gengi út á skopstælingar. Restin af sketsinum hafi fjallað um að kýla upp fyrir sig meðan þessi karakter var sá eini sem var kýldur niður. Hún tók sérstaklega fram að henni væri ekki illa við Sherman heldur bara sjálft konseptið. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Sjá meira
SNL sýndi á laugardag sketsinn White Potus, grínútgáfu af þriðju seríu White Lotus, þar sem Trump-fjölskyldan var tekin fyrir. Þarna mátti sjá vel girtan Donald Trump fá taugaáfall yfir áhrifum tollanna, óðamála Melaniu Trump og bræðurnar Don Jr. og Eric Trump. Þá brá Jon Hamm sér í hlutverk heilbrigðismálaráðherrans Robert F. Kennedy Jr. í líki Rick Hatchett (Walton Goggins) úr þriðju seríu þáttanna. Sketsinn má sjá hér að neðan. Í sketsinum spyr Kennedy: „Ég hef verið að fá þessar klikkuðu hugmyndir, eins og hvað ef við tökum allan flúorinn úr drykkjarvatninu? Hvað myndi það gera við tennur fólks?“ „Flúoríð? Hvað er það?“ svaraði eiginkona hans, leikin af Söruh Sherman, með risastórar gervitennur og enskan hreim. Þarna var greinilega ekki verið að gera grín að Cheryl Hines, alvöru eiginkonu Kennedy, heldur Aimee Lou Wood sem leikur sama karakter í White Lotus og er þekkt fyrir óhefðbundnar tennur sínar. Brandarinn stakk því í stúf við restina af sketsinum. „Illkvittið og ófyndið“ Á laugardaginn deildi Aimee Lou Wood röð hringrása (e. story) á Instagram þar sem hún lýsti fyrir aðdáendum samskiptum sínum við fólkið hjá HBO sem hefði verið mjög stuðningsríkt í hennar garð. Í kölfarið ákvað hún að létta frekar af sér. „En á meðan ég er í hreinskilnisham, þá fannst mér SNL-dæmið illkvitið og ófyndið,“ sagði hún á einni myndinni. „Algjör skömm því ég skemmti mér konunglega þegar ég horfði fyrir nokkrum vikum síðan. Gerið endilega grín - um það snýst þátturinn. En það hlýtur að vera sniðugari, fíngerðari og ekki jafn ódýr leið að því?“ sagði hún í næstu hringrás. Aimee var ekki alveg nógu sátt. Wood, sem er frá Stockport úr Manchester-sýslu, var ekki heldur sérlega ánægð með hreiminn. „Náið hreimnum að minnsta kosti réttum, í alvöru. Ég virði nákvæmni jafnvel þó hún sé illkvitin,“ sagði hún á annarri mynd. Um tveimur tímum eftir fyrstu færsluna birti Wood færslu þar sem sagði: „Ég hef fengið afsökunarbeiðni frá SNL.“ Þáttastjórnendur virðast hafa beðið Wood persónulega afsökunar því afsökunarbeiðnin er ekki opinber. Að fólk sé beðið afsökunar af SNL þykir ansi sjaldséð og ef það er gert þá er það gjarnan gert í sjálfum þættinum á óhefðbundinn máta. Allt er gott sem endar vel. Að lokum birti Wood hringrás þar sem hún sagðist alveg hafa húmor fyrir sjálfri sér. „Ég er ekki hörundsár. Ég elska í alvörunni að láta gera grín að mér þegar það er sniðugt og í góðri trú. En grínið var um flúor. Ég er gistennt en ekki með slæmar tennur,“ sagði hún. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að SNL gengi út á skopstælingar. Restin af sketsinum hafi fjallað um að kýla upp fyrir sig meðan þessi karakter var sá eini sem var kýldur niður. Hún tók sérstaklega fram að henni væri ekki illa við Sherman heldur bara sjálft konseptið.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Sjá meira