Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2025 08:52 Jillian Lauren og Scott Shriner saman á viðburði árið 2015. Lauren var skotin og særð af lögreglu í Los Angeles í gær. Vísir/Getty Lögreglumenn í Los Angeles skutu og særðu eiginkonu bassaleikara rokkhljómsveitarinnar Weezer og handtóku hana síðan fyrir tilraun til manndráps í gær. Hún er sökuð um að hafa miðað byssu á lögreglumenn. Jillian Lauren, rithöfundur og eiginkona Scotts Shriner, bassaleikara Weezer, er ekki sögð lífshættulega særð eftir uppákomuna sem átti sér stað við heimili þeirra hjóna í Eagle Rocks-hverfi Los Angeles, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lýsir atvikum þannig að lögreglumenn hafi leitað að þremur mönnum sem voru grunaðir um að stinga af frá árekstri en Lauren var ekki á meðal þeirra. Þegar lögreglumenn eltu einn þeirra grunuðu sem var sagður hafa hlaupið inn í bakgarð húss rákust þeir á Lauren vopnaða skammbyssu í garðinum við húsið á hliðina. Lauren á að hafa neitað skipunum lögreglumanna um að kasta byssunni frá sér og þess í stað miðað henni á þá. Hún hafi síðan verið skotin af lögreglumönnum og flúið særð inn í hús sitt þar sem hún var handtekin. Lögreglan sakar hana um tilraun til manndráps en hefur ekki sagt hvort hún hleypti af byssunni áður en hún var skotin. Níu millímetra skammbyssa fannst á heimilinu. Slúðurmiðillinn TMZ heldur því fram að Lauren hafi verið skotin í öxlina og þá hlaupið inn í húsið. Hún og barnfóstra hennar hafi skömmu síðar komið út og gefið sig fram. Scott Shriner (hægri) á góðri stundu með félögum sínum í Weezer á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2019. Sveitin á að stíga á stokk þar aftur á laugardaginn.Vísir/EPA AP segir að Lauren hafi enn ekki komið fyrir dómara og að hvorki fulltrúar hennar né Weezer hafi svarað fyrirspurnum um málið. Ekkert bendir til þess að Shriner hafi verið þátttakandi í atburðarásinni. Lauren er metsöluhöfundur og hefur verið gift Shriner frá árinu 2005. Shriner gekk til liðs við Weezer snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Stjarna hljómsveitarinnar reis hæst á 10. áratug síðustu aldar með „Bláu plötunni“ svonefndu sem innihélt smelli eins og „Buddy Holly“, „Say it ain't so“ og „Undone (The Sweater Song)“. Weezer á að koma fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu um helgina. Bandaríkin Tónlist Skotvopn Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Jillian Lauren, rithöfundur og eiginkona Scotts Shriner, bassaleikara Weezer, er ekki sögð lífshættulega særð eftir uppákomuna sem átti sér stað við heimili þeirra hjóna í Eagle Rocks-hverfi Los Angeles, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lýsir atvikum þannig að lögreglumenn hafi leitað að þremur mönnum sem voru grunaðir um að stinga af frá árekstri en Lauren var ekki á meðal þeirra. Þegar lögreglumenn eltu einn þeirra grunuðu sem var sagður hafa hlaupið inn í bakgarð húss rákust þeir á Lauren vopnaða skammbyssu í garðinum við húsið á hliðina. Lauren á að hafa neitað skipunum lögreglumanna um að kasta byssunni frá sér og þess í stað miðað henni á þá. Hún hafi síðan verið skotin af lögreglumönnum og flúið særð inn í hús sitt þar sem hún var handtekin. Lögreglan sakar hana um tilraun til manndráps en hefur ekki sagt hvort hún hleypti af byssunni áður en hún var skotin. Níu millímetra skammbyssa fannst á heimilinu. Slúðurmiðillinn TMZ heldur því fram að Lauren hafi verið skotin í öxlina og þá hlaupið inn í húsið. Hún og barnfóstra hennar hafi skömmu síðar komið út og gefið sig fram. Scott Shriner (hægri) á góðri stundu með félögum sínum í Weezer á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2019. Sveitin á að stíga á stokk þar aftur á laugardaginn.Vísir/EPA AP segir að Lauren hafi enn ekki komið fyrir dómara og að hvorki fulltrúar hennar né Weezer hafi svarað fyrirspurnum um málið. Ekkert bendir til þess að Shriner hafi verið þátttakandi í atburðarásinni. Lauren er metsöluhöfundur og hefur verið gift Shriner frá árinu 2005. Shriner gekk til liðs við Weezer snemma á fyrsta áratug þessarar aldar. Stjarna hljómsveitarinnar reis hæst á 10. áratug síðustu aldar með „Bláu plötunni“ svonefndu sem innihélt smelli eins og „Buddy Holly“, „Say it ain't so“ og „Undone (The Sweater Song)“. Weezer á að koma fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu um helgina.
Bandaríkin Tónlist Skotvopn Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira