Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2025 12:10 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, vonar að hægt verði að flytja í nýtt athvarf að ári. Vísir/Einar Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. „Við erum algjörlega í skýjunum, það er ótrúlega magnað að finna þessa samstöðu hjá þjóðinni. Þannig að þakklæti er okkur efst í huga. Við höfum fundið þetta í gegn um árin, þennan mikla stuðning frá þjóðinni, og við fundum þetta bæði í símaverinu og við að selja glossana hvað er mikill samhugur. En þetta var alveg fram úr björtustu vonum,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Bygging athvarfsins er þegar hafin en Linda segir að þetta dugi til að brúa bilið og klára það sem eftir er. „Það er mjög dýrt að byggja svona hús og kostar mörg hundruð milljónir. Við erum búnar að safna lengi en okkur vantaði þennan lokahnikk og þetta var svo sannarlega það sem við þurftum, þetta mun duga til þess.“ Mikill samhugur með þolendum ofbeldis Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg í söfnuninni, bæði í þættinum í gær en líka við sölu varaglossanna, sem hafa verið í sölu síðan 20. mars. Linda segir fólk vera að senda skýr skilaboð um mikilvægi þess að standa með þolendum ofbeldis í nánum samböndum. „Fólk vill virkilega sýna lit í því og vera saman í þessu. Það er ótrúlega mikil orka sem fylgir því inn í athvarfið, við finnum það sem störfum við þetta og þær finna það konurnar sem þurfa að leita sér aðstoðar að það eru þessi skilaboð send að þær séu ekki einar, það sé samhugur. Það er bara svo mikilvægt,“ segir Linda Dröfn. Aldrei upplifað annan eins kraft Hún vonar að hægt verði að flytja starfsemina inn í nýtt Kvennaathvarf vorið eða sumarið 2026. Hún þakkar forsvarskonum Á allra vörum fyrir framtakið. „Það er búið að vera alveg ótrúlega magnað að vinna með þessum konum í Á allra vörum: Gróu, Guðnýju og Elísabetu. Það hefur kennt okkur svo margt og þvílíkan kraft hef ég aldrei upplifað. Við erum í mikilli aðdáun og miklu þakklæti sem við berum til þeirra,“ segir Linda. „Þær náttúrulega leiddu þetta verkefni. Við höfðum kynnst þeim áður í verkefninu 2017 þegar við byggðum búsetubrú. Við vorum virkilega glaðar þegar þær ákváðu að rísa aftur upp og fara í þetta verkefni með okkur eftir góða pásu.“ Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39 Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30 Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Við erum algjörlega í skýjunum, það er ótrúlega magnað að finna þessa samstöðu hjá þjóðinni. Þannig að þakklæti er okkur efst í huga. Við höfum fundið þetta í gegn um árin, þennan mikla stuðning frá þjóðinni, og við fundum þetta bæði í símaverinu og við að selja glossana hvað er mikill samhugur. En þetta var alveg fram úr björtustu vonum,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Bygging athvarfsins er þegar hafin en Linda segir að þetta dugi til að brúa bilið og klára það sem eftir er. „Það er mjög dýrt að byggja svona hús og kostar mörg hundruð milljónir. Við erum búnar að safna lengi en okkur vantaði þennan lokahnikk og þetta var svo sannarlega það sem við þurftum, þetta mun duga til þess.“ Mikill samhugur með þolendum ofbeldis Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg í söfnuninni, bæði í þættinum í gær en líka við sölu varaglossanna, sem hafa verið í sölu síðan 20. mars. Linda segir fólk vera að senda skýr skilaboð um mikilvægi þess að standa með þolendum ofbeldis í nánum samböndum. „Fólk vill virkilega sýna lit í því og vera saman í þessu. Það er ótrúlega mikil orka sem fylgir því inn í athvarfið, við finnum það sem störfum við þetta og þær finna það konurnar sem þurfa að leita sér aðstoðar að það eru þessi skilaboð send að þær séu ekki einar, það sé samhugur. Það er bara svo mikilvægt,“ segir Linda Dröfn. Aldrei upplifað annan eins kraft Hún vonar að hægt verði að flytja starfsemina inn í nýtt Kvennaathvarf vorið eða sumarið 2026. Hún þakkar forsvarskonum Á allra vörum fyrir framtakið. „Það er búið að vera alveg ótrúlega magnað að vinna með þessum konum í Á allra vörum: Gróu, Guðnýju og Elísabetu. Það hefur kennt okkur svo margt og þvílíkan kraft hef ég aldrei upplifað. Við erum í mikilli aðdáun og miklu þakklæti sem við berum til þeirra,“ segir Linda. „Þær náttúrulega leiddu þetta verkefni. Við höfðum kynnst þeim áður í verkefninu 2017 þegar við byggðum búsetubrú. Við vorum virkilega glaðar þegar þær ákváðu að rísa aftur upp og fara í þetta verkefni með okkur eftir góða pásu.“
Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39 Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30 Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39
Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30
Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14