Fangageymslur fullar eftir nóttina Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 07:31 Það virðist hafa verið nokkuð mikið um ölvun víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/GVA Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar. Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira