Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 06:33 Karl Steinar ítrekaði að varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu væru grundvöllur öryggisstefnu Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég er nú ekki hrifinn af því. Ég held að við eigum bara langt í land með að geta farið í þá umræðu,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um hugmyndir um íslenskan her í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. „Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild. Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild.
Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira