Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 19:01 „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“ Vísir/Kolbeinn tumi Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira