Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 15:15 Meðlimir The Searchers hafa verið nokkuð margir í gegnum tíðina, en á þessari mynd frá 1965. Má sjá John McNally, Chris Curtis, Frank Allen og Mike Pender. Getty Meðlimir bresku sveitarinnar The Searchers, sem mun vera elsta starfandi popphljómsveit heims, hafa ákveðið að leggja upp laupana. Síðustu tónleikarnir munu fara fram á Glastonbury-hátíðinni í júní næstkomandi. The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“ Bretland Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“
Bretland Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira