Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 11:38 Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi á tólfta tímanum í gær. Vísir/Kolbeinn Tumi Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira