Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 00:06 Paul Watson hefur lengi verið horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. EPA/Teresa Suarez Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi. Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira