Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 00:06 Paul Watson hefur lengi verið horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. EPA/Teresa Suarez Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi. Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira