Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 00:06 Paul Watson hefur lengi verið horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. EPA/Teresa Suarez Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi. Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hann ræddi við japönsku fréttaveituna Kyodo News að því er segir á miðlinum Japan Today en Morgunblaðið greindi fyrst frá íslenskra miðla. „Yfirstandandi herferð okkar miðar að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Hún hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við miðilinn japanska. Hann segist einnig fylgjast grannt með hvalveiðum við strendur Japans. Hann sé með skip í varðstöðu í Ástralíu til að vernda hvalaverndarsvæði við Suðurskautslandið. „Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust verðum við þar til að mæta þeim,“ sagði hann. Watson sat í gæsluvarðhaldi í Nuuk í tæpa fimm mánuði en var sleppt úr haldi þegar dönsk yfirvöld ákváðu að hann yrði ekki framseldur til Japans en yfirvöld þar vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Hann neitaði alfarið sök í málinu. Paul Watson er 73 ára gamall og var einn stofnanda Grænfriðunga sem og Sea Shepherd. Samtökin síðarnefndu hafa í gegnum árin beitt sér með mjög áþreifanlegum hætti gegn hvalveiðum og til að mynda sökktu þau árið 1986 tveimur skipum úr hvalveiðiskipaflota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar. Tvær konur á vegum annarra samtaka sem hann stofnaði, Captain Paul Watson-samtakanna, vöktu mikla athygli í september ársins 2023 þegar þær læstu sig fastar í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn. Þær Anahita Babaei og Elissa Biou voru í möstrunum í tvo daga.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira