Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2025 07:54 Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira