Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2025 07:54 Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira