Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 19:56 Hrafn Splidt Þorvaldsson og félagar hans í SUF hafa hrint af stað söfnun fyrir Ragnar Þór Ingólfsson. Tiktok/Vísir/Vilhelm Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR. Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira