Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 19:56 Hrafn Splidt Þorvaldsson og félagar hans í SUF hafa hrint af stað söfnun fyrir Ragnar Þór Ingólfsson. Tiktok/Vísir/Vilhelm Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR. Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Ragnar Þór hefði fengið greidd sex mánaða biðlaun og uppsafnað orlof frá VR í formi 10,2 milljóna króna eingreiðslu eftir að hann lét af störfum hjá verkalýðsfélaginu. Sjá einnig: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hann sagði framlínufólk verkalýðsbaráttunnar oft eiga erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin og að milljónirnar færu í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Ákvörðun Ragnars var gagnrýnd af fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal af öllum fjórum frambjóðendum til formanns VR og hluta af núverandi stjórn verkalýðsfélagsins. Einn hópur sem fagnar ákvörðun Ragnars eru ungir Framsóknarmenn sem birta ansi háðskt myndband um málið á TikTok. @ungframsokn Hjálpum Ragnari 😭 ♬ original sound - UngFramsókn Kjörnir fulltrúar eigi að njóta forgangs Hrafn Splidt Þorvaldsson, stjórnarmaður í SUF, rekur í myndbandinu stuttlega biðlaunagreiðsluna sem Ragnar fékk og segir Unga Framsóknarmenn spyrja sig hvort milljónirnar tíu sé nóg. „Síðan Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 hefur hann þurft að lifa á aðeins 1,3 milljónum á mánuði. Næstu fjögur árin má búast við 1,6 milljónum á mánuði sem þingmaður en hvað svo?“ segir Hrafn í myndbandinu. Hrafn rifjar upp í myndbandinu þegar Ragnar gagnrýndi að Gunnar Páll Pálsson skyldi fá sjö milljón króna starfslokasamning frá VR árið 2009 og sagði stéttarfélagið þurfa að fara í alvarlega naflaskoðun vegna þess. „En þetta er bara þvæla og ætti Ragnar Þór algjörlega að hunsa það sem Ragnar Þór sagði 2009. Enda eigi kjörnar fulltrúar að njóta forgangs,“ segir Hrafn. Stjórnunarstéttin eigi erfitt Ungir Framsóknarmenn hafi í anda þess og í anda þverpólitískrar samstöðu ákveðið að stofna GoFundMe-söfnun fyrir neyðarsjóð Ragnars „svo hann muni aldrei þurfa að taka þá áhættu að þurfa að lifa eins og við hin,“ segir Hrafn í myndbandinu. „Fyrir aðeins tvö þúsund krónur getur þú hjálpað Ragnari að öðlast ennþá meiri pening því það gleymist oft í umræðunni að það er stjórnunarstéttin sem hefur það erfiðast á þessum tíma,“ segir hann loks. SUF hafa sett markið hátt og ætla sér að safna 13 þúsund Bandaríkjadölum, um 1,7 milljón króna, fyrir Ragnar. Enn sem komið er hafa einungis safnast rúmlega átta þúsund krónur.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira