Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að stofna þverpólitíska öryggis- og varnamálanefnd. Vísir Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira