„Sigur er alltaf sigur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. mars 2025 14:07 Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar. „Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
„Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira