Veðurstofan spáir suðvestan 13-23 m/s á morgun með dimmum éljum, hvassast suðvestantil. Gul veðurviðvörun tekur gildi á Breiðafirði klukkan fimm í fyrramálið og mjakar sér suður á Faxaflóa, Suðurland, Suðausturland og loks höfuðborgarsvæðið þegar líður á daginn. Viðvaranirnar falla úr gildi aðfaranótt mánudags.
Varað er við lélegu skyggni meðan viðvörunin gengur yfir. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að færð geti spillst og ferðaveður sé varasamt.