Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:10 Frederik og Morten eignuðust tvíburastúlkur með aðstoð staðgöngumóður í september í fyrra. Krestine Havemann @krestineh Dönsku hjónin og áhrifavaldarnir Frederik Haun og Morten Kjeldgaard eignuðust tvíburastúlkur í september síðastliðnum með aðstoð staðgöngumóður. Þeir eru eitt frægasta par Danmerkur og segjast reglulega vera spurðir hvers vegna þeir hafi ekki ættleitt. Þeir segja svarið einfalt, þeir hafi viljað tengjast börnum sínum á líffræðilegan hátt. Saga þeirra Frederik og Morten vekur gríðarlega athygli í Danmörku vegna frægðar þeirra og hefur danska ríkisútvarpið til sýningar heimildarþætti um ný hlutverk þeirra. Frederik sló í gegn í raunveruleikaþættinum Den store bagedyst og Morten í þættinum, Allir geta dansað í Danmörku. Þeir lýsa miklum raunum og baráttu við kerfið. Dætur þeirra, Emma og Nora, komu í heiminn þann 27. september með aðstoð hinnar 33 ára gömlu Nönnu Brandt, sem sjálf er gift og móðir tveggja drengja. Eggjagjafinn er svo frá Bandaríkjunum, en Frederik og Morten eru hvor um sig líffræðilegir feður sitthvorrar stúlkunnar. Þeir segja að þrátt fyrir þetta hafi þeir þurft að ganga á eftir lagalegum réttindum sínum í marga mánuði. Fyrst um sinn samþykkti danska ríkið ekki rétt þeirra til hluta líkt og fæðingarorlofs, barnabóta og aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Frederik Haun (@frederikhaun) Vonast eftir breyttri löggjöf samkynja para Eins og áður kemur fram hóf danska ríkissjónvarpið DR1 nýverið sýningar á nýrri heimildaþáttaröð, Pabbi, pabbi og börn, þar sem fylgst er með Frederik, Morten og staðgöngumóður þeirra, Nönnu, í rúmt ár. Þættirnir skrásetja ferðalag hjónanna, allt frá fyrstu ákvörðun þeirra um að eignast barn saman til þess magnaðs augnabliks þegar þeir fengu loks dætrum sínar í fangið í fyrsta sinn. „Ferðalagið okkar að því að verða foreldrar, með stuðningi Nönnu og hennar frábæru fjölskyldu, hefur verið sannkallaður tilfinningarússíbani, með miklum hæðum og lægðum,“ segja hjónin um þáttinn í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun) Frederik og Morten vonast til að þátturinn stuðli að auknum skilningi samfélagsins á stöðu samkynja para sem vilja stofna fjölskyldu. „Við vonum að heimildarþættirnir geti stuðlað að auknum skilningi og jafnvel sett af stað mikilvæga umræðu um að breyta danskri löggjöf, þannig að frjósemismeðferðir í Danmörku verði aðgengilegar fyrir alla – óháð kyni,“ segja þeir. Ást og umhyggja óháð kyni foreldra Í kjölfar frumsýningarinnar segir Frederik að þeim hafi borist fjölda spurninga frá fólki hvers vegna þeir hafi ekki frekar ákveðið að ættleiða barn? „Eins og svo margir aðrir dreymdi okkur að verða foreldrar. Við áttum einnig þá ósk að verða líffræðilegir foreldrar, og því var staðgöngumæðrun rétta leiðin fyrir okkur. Okkar leið hefur verið frábrugðin hefðbundnum leiðum þar sem við erum tveir karlar og fengum aðstoð frá Nönnu, en löngunin til að eignast börn og stofna fjölskyldu er nákvæmlega sú sama og hjá öllum öðrum sem dreyma um foreldrahlutverkið,“ segir Frederik í einlægri færslu á Instagram. Þeir benda á að ættleiðingarferlið sé oft langt og strangt, sérstaklega fyrir samkynja pör, þar sem flest lönd sem bjóða upp á alþjóðlega ættleiðingu samþykkja ekki samkynja foreldra. „Spurningin um ættleiðingu kemur oft upp þar sem fólki finnst það vera augljósasti kosturinn fyrir okkur. Sumir spyrja af hreinni forvitni, en aðrir nota spurninguna til að draga rétt okkur til þess að eignast börn í efa. En mikilvægustu réttindi barna er að alast upp í kærleiksríku, öruggu og umhyggjusömu umhverfi. Það er ekki kyn foreldra sem skiptir máli heldur hæfni þeirra til að elska, styðja og vera til staðar fyrir barnið sitt.“ View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun) Barnalán Danmörk Ástin og lífið Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Saga þeirra Frederik og Morten vekur gríðarlega athygli í Danmörku vegna frægðar þeirra og hefur danska ríkisútvarpið til sýningar heimildarþætti um ný hlutverk þeirra. Frederik sló í gegn í raunveruleikaþættinum Den store bagedyst og Morten í þættinum, Allir geta dansað í Danmörku. Þeir lýsa miklum raunum og baráttu við kerfið. Dætur þeirra, Emma og Nora, komu í heiminn þann 27. september með aðstoð hinnar 33 ára gömlu Nönnu Brandt, sem sjálf er gift og móðir tveggja drengja. Eggjagjafinn er svo frá Bandaríkjunum, en Frederik og Morten eru hvor um sig líffræðilegir feður sitthvorrar stúlkunnar. Þeir segja að þrátt fyrir þetta hafi þeir þurft að ganga á eftir lagalegum réttindum sínum í marga mánuði. Fyrst um sinn samþykkti danska ríkið ekki rétt þeirra til hluta líkt og fæðingarorlofs, barnabóta og aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Frederik Haun (@frederikhaun) Vonast eftir breyttri löggjöf samkynja para Eins og áður kemur fram hóf danska ríkissjónvarpið DR1 nýverið sýningar á nýrri heimildaþáttaröð, Pabbi, pabbi og börn, þar sem fylgst er með Frederik, Morten og staðgöngumóður þeirra, Nönnu, í rúmt ár. Þættirnir skrásetja ferðalag hjónanna, allt frá fyrstu ákvörðun þeirra um að eignast barn saman til þess magnaðs augnabliks þegar þeir fengu loks dætrum sínar í fangið í fyrsta sinn. „Ferðalagið okkar að því að verða foreldrar, með stuðningi Nönnu og hennar frábæru fjölskyldu, hefur verið sannkallaður tilfinningarússíbani, með miklum hæðum og lægðum,“ segja hjónin um þáttinn í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun) Frederik og Morten vonast til að þátturinn stuðli að auknum skilningi samfélagsins á stöðu samkynja para sem vilja stofna fjölskyldu. „Við vonum að heimildarþættirnir geti stuðlað að auknum skilningi og jafnvel sett af stað mikilvæga umræðu um að breyta danskri löggjöf, þannig að frjósemismeðferðir í Danmörku verði aðgengilegar fyrir alla – óháð kyni,“ segja þeir. Ást og umhyggja óháð kyni foreldra Í kjölfar frumsýningarinnar segir Frederik að þeim hafi borist fjölda spurninga frá fólki hvers vegna þeir hafi ekki frekar ákveðið að ættleiða barn? „Eins og svo margir aðrir dreymdi okkur að verða foreldrar. Við áttum einnig þá ósk að verða líffræðilegir foreldrar, og því var staðgöngumæðrun rétta leiðin fyrir okkur. Okkar leið hefur verið frábrugðin hefðbundnum leiðum þar sem við erum tveir karlar og fengum aðstoð frá Nönnu, en löngunin til að eignast börn og stofna fjölskyldu er nákvæmlega sú sama og hjá öllum öðrum sem dreyma um foreldrahlutverkið,“ segir Frederik í einlægri færslu á Instagram. Þeir benda á að ættleiðingarferlið sé oft langt og strangt, sérstaklega fyrir samkynja pör, þar sem flest lönd sem bjóða upp á alþjóðlega ættleiðingu samþykkja ekki samkynja foreldra. „Spurningin um ættleiðingu kemur oft upp þar sem fólki finnst það vera augljósasti kosturinn fyrir okkur. Sumir spyrja af hreinni forvitni, en aðrir nota spurninguna til að draga rétt okkur til þess að eignast börn í efa. En mikilvægustu réttindi barna er að alast upp í kærleiksríku, öruggu og umhyggjusömu umhverfi. Það er ekki kyn foreldra sem skiptir máli heldur hæfni þeirra til að elska, styðja og vera til staðar fyrir barnið sitt.“ View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun)
Barnalán Danmörk Ástin og lífið Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira