Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:10 Frederik og Morten eignuðust tvíburastúlkur með aðstoð staðgöngumóður í september í fyrra. Krestine Havemann @krestineh Dönsku hjónin og áhrifavaldarnir Frederik Haun og Morten Kjeldgaard eignuðust tvíburastúlkur í september síðastliðnum með aðstoð staðgöngumóður. Þeir eru eitt frægasta par Danmerkur og segjast reglulega vera spurðir hvers vegna þeir hafi ekki ættleitt. Þeir segja svarið einfalt, þeir hafi viljað tengjast börnum sínum á líffræðilegan hátt. Saga þeirra Frederik og Morten vekur gríðarlega athygli í Danmörku vegna frægðar þeirra og hefur danska ríkisútvarpið til sýningar heimildarþætti um ný hlutverk þeirra. Frederik sló í gegn í raunveruleikaþættinum Den store bagedyst og Morten í þættinum, Allir geta dansað í Danmörku. Þeir lýsa miklum raunum og baráttu við kerfið. Dætur þeirra, Emma og Nora, komu í heiminn þann 27. september með aðstoð hinnar 33 ára gömlu Nönnu Brandt, sem sjálf er gift og móðir tveggja drengja. Eggjagjafinn er svo frá Bandaríkjunum, en Frederik og Morten eru hvor um sig líffræðilegir feður sitthvorrar stúlkunnar. Þeir segja að þrátt fyrir þetta hafi þeir þurft að ganga á eftir lagalegum réttindum sínum í marga mánuði. Fyrst um sinn samþykkti danska ríkið ekki rétt þeirra til hluta líkt og fæðingarorlofs, barnabóta og aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Frederik Haun (@frederikhaun) Vonast eftir breyttri löggjöf samkynja para Eins og áður kemur fram hóf danska ríkissjónvarpið DR1 nýverið sýningar á nýrri heimildaþáttaröð, Pabbi, pabbi og börn, þar sem fylgst er með Frederik, Morten og staðgöngumóður þeirra, Nönnu, í rúmt ár. Þættirnir skrásetja ferðalag hjónanna, allt frá fyrstu ákvörðun þeirra um að eignast barn saman til þess magnaðs augnabliks þegar þeir fengu loks dætrum sínar í fangið í fyrsta sinn. „Ferðalagið okkar að því að verða foreldrar, með stuðningi Nönnu og hennar frábæru fjölskyldu, hefur verið sannkallaður tilfinningarússíbani, með miklum hæðum og lægðum,“ segja hjónin um þáttinn í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun) Frederik og Morten vonast til að þátturinn stuðli að auknum skilningi samfélagsins á stöðu samkynja para sem vilja stofna fjölskyldu. „Við vonum að heimildarþættirnir geti stuðlað að auknum skilningi og jafnvel sett af stað mikilvæga umræðu um að breyta danskri löggjöf, þannig að frjósemismeðferðir í Danmörku verði aðgengilegar fyrir alla – óháð kyni,“ segja þeir. Ást og umhyggja óháð kyni foreldra Í kjölfar frumsýningarinnar segir Frederik að þeim hafi borist fjölda spurninga frá fólki hvers vegna þeir hafi ekki frekar ákveðið að ættleiða barn? „Eins og svo margir aðrir dreymdi okkur að verða foreldrar. Við áttum einnig þá ósk að verða líffræðilegir foreldrar, og því var staðgöngumæðrun rétta leiðin fyrir okkur. Okkar leið hefur verið frábrugðin hefðbundnum leiðum þar sem við erum tveir karlar og fengum aðstoð frá Nönnu, en löngunin til að eignast börn og stofna fjölskyldu er nákvæmlega sú sama og hjá öllum öðrum sem dreyma um foreldrahlutverkið,“ segir Frederik í einlægri færslu á Instagram. Þeir benda á að ættleiðingarferlið sé oft langt og strangt, sérstaklega fyrir samkynja pör, þar sem flest lönd sem bjóða upp á alþjóðlega ættleiðingu samþykkja ekki samkynja foreldra. „Spurningin um ættleiðingu kemur oft upp þar sem fólki finnst það vera augljósasti kosturinn fyrir okkur. Sumir spyrja af hreinni forvitni, en aðrir nota spurninguna til að draga rétt okkur til þess að eignast börn í efa. En mikilvægustu réttindi barna er að alast upp í kærleiksríku, öruggu og umhyggjusömu umhverfi. Það er ekki kyn foreldra sem skiptir máli heldur hæfni þeirra til að elska, styðja og vera til staðar fyrir barnið sitt.“ View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun) Barnalán Danmörk Ástin og lífið Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Saga þeirra Frederik og Morten vekur gríðarlega athygli í Danmörku vegna frægðar þeirra og hefur danska ríkisútvarpið til sýningar heimildarþætti um ný hlutverk þeirra. Frederik sló í gegn í raunveruleikaþættinum Den store bagedyst og Morten í þættinum, Allir geta dansað í Danmörku. Þeir lýsa miklum raunum og baráttu við kerfið. Dætur þeirra, Emma og Nora, komu í heiminn þann 27. september með aðstoð hinnar 33 ára gömlu Nönnu Brandt, sem sjálf er gift og móðir tveggja drengja. Eggjagjafinn er svo frá Bandaríkjunum, en Frederik og Morten eru hvor um sig líffræðilegir feður sitthvorrar stúlkunnar. Þeir segja að þrátt fyrir þetta hafi þeir þurft að ganga á eftir lagalegum réttindum sínum í marga mánuði. Fyrst um sinn samþykkti danska ríkið ekki rétt þeirra til hluta líkt og fæðingarorlofs, barnabóta og aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Frederik Haun (@frederikhaun) Vonast eftir breyttri löggjöf samkynja para Eins og áður kemur fram hóf danska ríkissjónvarpið DR1 nýverið sýningar á nýrri heimildaþáttaröð, Pabbi, pabbi og börn, þar sem fylgst er með Frederik, Morten og staðgöngumóður þeirra, Nönnu, í rúmt ár. Þættirnir skrásetja ferðalag hjónanna, allt frá fyrstu ákvörðun þeirra um að eignast barn saman til þess magnaðs augnabliks þegar þeir fengu loks dætrum sínar í fangið í fyrsta sinn. „Ferðalagið okkar að því að verða foreldrar, með stuðningi Nönnu og hennar frábæru fjölskyldu, hefur verið sannkallaður tilfinningarússíbani, með miklum hæðum og lægðum,“ segja hjónin um þáttinn í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun) Frederik og Morten vonast til að þátturinn stuðli að auknum skilningi samfélagsins á stöðu samkynja para sem vilja stofna fjölskyldu. „Við vonum að heimildarþættirnir geti stuðlað að auknum skilningi og jafnvel sett af stað mikilvæga umræðu um að breyta danskri löggjöf, þannig að frjósemismeðferðir í Danmörku verði aðgengilegar fyrir alla – óháð kyni,“ segja þeir. Ást og umhyggja óháð kyni foreldra Í kjölfar frumsýningarinnar segir Frederik að þeim hafi borist fjölda spurninga frá fólki hvers vegna þeir hafi ekki frekar ákveðið að ættleiða barn? „Eins og svo margir aðrir dreymdi okkur að verða foreldrar. Við áttum einnig þá ósk að verða líffræðilegir foreldrar, og því var staðgöngumæðrun rétta leiðin fyrir okkur. Okkar leið hefur verið frábrugðin hefðbundnum leiðum þar sem við erum tveir karlar og fengum aðstoð frá Nönnu, en löngunin til að eignast börn og stofna fjölskyldu er nákvæmlega sú sama og hjá öllum öðrum sem dreyma um foreldrahlutverkið,“ segir Frederik í einlægri færslu á Instagram. Þeir benda á að ættleiðingarferlið sé oft langt og strangt, sérstaklega fyrir samkynja pör, þar sem flest lönd sem bjóða upp á alþjóðlega ættleiðingu samþykkja ekki samkynja foreldra. „Spurningin um ættleiðingu kemur oft upp þar sem fólki finnst það vera augljósasti kosturinn fyrir okkur. Sumir spyrja af hreinni forvitni, en aðrir nota spurninguna til að draga rétt okkur til þess að eignast börn í efa. En mikilvægustu réttindi barna er að alast upp í kærleiksríku, öruggu og umhyggjusömu umhverfi. Það er ekki kyn foreldra sem skiptir máli heldur hæfni þeirra til að elska, styðja og vera til staðar fyrir barnið sitt.“ View this post on Instagram A post shared by Frederik Haun (@frederikhaun)
Barnalán Danmörk Ástin og lífið Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira