Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. febrúar 2025 22:40 VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. Sex lög kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Á endanum fór svo að VÆB fengu flest stig frá bæði þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Þeir keppa því fyrir hönd Íslands í Basel í vor. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir af kvöldinu. Á fremsta bekk var auðvitað Ragnhildur Steinunn sem hefur margoft áður verið kynnir. Ragnhildur Steinunn og fjölskylda voru að sjálfsögðu mætt.Vísir/Hulda Margrét Fjöldi æstra aðdáenda var mættur að peppa sitt fólk. VÆB-peppsveitin var mætt.Vísir/Hulda Margrét Stemmingin var helvíti góð.Vísir/Hulda Margrét Sjóstakkaklæddir stuðningsmenn tvíeykisins VÆB.Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með einu vinsælasta laginu á Íslandi í dag, „Ella Egils“. Hnetusmjör var grænklæddur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör til halds og trausts voru öflugir dansarar.Vísir/Hulda Margrét Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu upp á ýmsar óvæntar uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Fyrstur á svið af atriðum kvöldsins var Ágúst með hið poppaða „Like You“. Ágúst var í töffaralegum bláum jakkafötum.Vísir/Hulda Margrét Lag Ágústs er popplag í skandínavískum dúr. Hann syngur það á ensku frekar en íslensku.Vísir/Hulda Margrét Annar á svið var Bjarni Arason með ástarlagið „Aðeins lengur“ sem er samið af Jóhanni Helgasyni. Bjarni Ara syngur lag Jóhanns Helgasonar.Vísir/Hulda Margrét Lag Bjarna er fallegt ástarlag.Vísir/Hulda Margrét Hjónakornin Júlí Heiðar og Þórdís Björk stigu svo á svið með laginu „Fire“ sem blandar saman söng og rappi. Þórdís og Júli eru ekki bara saman í sveit heldur eru þau líka par.Vísir/Hulda Margrét Júlí Heiðar þenur raddböndin.Vísir/Hulda Margrét Dúóið VÆB voru fjórðir með „Róa“ en þeir eru að keppa í söngvakeppninni annað árið í röð. VÆB-strákarnir trylltu salinn í silfurgöllum sínum.Vísir/Hulda Margrét Lagið „Róa“ er mikið hasarlag.Vísir/Hulda Margrét Næstsíðust á svið var Tinna með poppsmellinn „Words“. Atriði Tinnu var með afar metnaðarfulla grafík.Vísir/Hulda Margrét Á frummálinu heitir lag Tinnu „Þrá“ og fjallar auðvitað um þrá.Vísir/Hulda Margrét Síðastur á svið var svo rokkhundurinn Stebbi Jak með lagið „Set Me Free“. Það var mikil metalorka í atriði Stebba. Skiljanlega.Vísir/Hulda Margrét Spennustigið var gríðarlega hátt þegar Gunna Dís tilkynnti að VÆB hefðu unnið Söngvakeppnina. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng fyrr um kvöldið og afhenti verðlaunagripinn svo til sigurvegaranna í VÆB. Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Viktor Freyr VÆB-bræður, Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson, ásamt textahöfundinum Inga Þór Garðarssyni.Vísir/Hulda Margrét Eurovision Tónlist Samkvæmislífið Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Sex lög kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Á endanum fór svo að VÆB fengu flest stig frá bæði þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Þeir keppa því fyrir hönd Íslands í Basel í vor. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir af kvöldinu. Á fremsta bekk var auðvitað Ragnhildur Steinunn sem hefur margoft áður verið kynnir. Ragnhildur Steinunn og fjölskylda voru að sjálfsögðu mætt.Vísir/Hulda Margrét Fjöldi æstra aðdáenda var mættur að peppa sitt fólk. VÆB-peppsveitin var mætt.Vísir/Hulda Margrét Stemmingin var helvíti góð.Vísir/Hulda Margrét Sjóstakkaklæddir stuðningsmenn tvíeykisins VÆB.Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með einu vinsælasta laginu á Íslandi í dag, „Ella Egils“. Hnetusmjör var grænklæddur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör til halds og trausts voru öflugir dansarar.Vísir/Hulda Margrét Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu upp á ýmsar óvæntar uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Fyrstur á svið af atriðum kvöldsins var Ágúst með hið poppaða „Like You“. Ágúst var í töffaralegum bláum jakkafötum.Vísir/Hulda Margrét Lag Ágústs er popplag í skandínavískum dúr. Hann syngur það á ensku frekar en íslensku.Vísir/Hulda Margrét Annar á svið var Bjarni Arason með ástarlagið „Aðeins lengur“ sem er samið af Jóhanni Helgasyni. Bjarni Ara syngur lag Jóhanns Helgasonar.Vísir/Hulda Margrét Lag Bjarna er fallegt ástarlag.Vísir/Hulda Margrét Hjónakornin Júlí Heiðar og Þórdís Björk stigu svo á svið með laginu „Fire“ sem blandar saman söng og rappi. Þórdís og Júli eru ekki bara saman í sveit heldur eru þau líka par.Vísir/Hulda Margrét Júlí Heiðar þenur raddböndin.Vísir/Hulda Margrét Dúóið VÆB voru fjórðir með „Róa“ en þeir eru að keppa í söngvakeppninni annað árið í röð. VÆB-strákarnir trylltu salinn í silfurgöllum sínum.Vísir/Hulda Margrét Lagið „Róa“ er mikið hasarlag.Vísir/Hulda Margrét Næstsíðust á svið var Tinna með poppsmellinn „Words“. Atriði Tinnu var með afar metnaðarfulla grafík.Vísir/Hulda Margrét Á frummálinu heitir lag Tinnu „Þrá“ og fjallar auðvitað um þrá.Vísir/Hulda Margrét Síðastur á svið var svo rokkhundurinn Stebbi Jak með lagið „Set Me Free“. Það var mikil metalorka í atriði Stebba. Skiljanlega.Vísir/Hulda Margrét Spennustigið var gríðarlega hátt þegar Gunna Dís tilkynnti að VÆB hefðu unnið Söngvakeppnina. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng fyrr um kvöldið og afhenti verðlaunagripinn svo til sigurvegaranna í VÆB. Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Viktor Freyr VÆB-bræður, Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson, ásamt textahöfundinum Inga Þór Garðarssyni.Vísir/Hulda Margrét
Eurovision Tónlist Samkvæmislífið Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein