Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Aron Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2025 07:32 Dagmar hress með bollann sinn litskrúðuga á æfingu kraftlyftingafélagsins í World Class á Seltjarnarnesi Vísir/Sigurjón Dagmar Agnarsdóttir er engin venjuleg amma. Hún sneri heim til Íslands af Evrópumóti í kraftlyftingum á dögunum með gullverðlaun og þremur heimsmetum ríkari. Barnabörnin máta vöðvana sína við hennar og eru stolt af því að eiga þessa ofur ömmu. Dagmar hefur stundað kraftlyftingar nær óslitið frá árinu 2013. „Ég var í ballett þegar að ég var lítil stelpa en á engan íþróttaferil að baki. Ég byrjaði á þessu árið 2013 þegar að stelpurnar mínar drógu mig upp úr sófanum og sögðu við mig: „Mamma nú kemur þú með okkur í lyftingar,“ svo hættu þær seinna meir. Önnur þeirra flutti til útlanda og hin varð ólétt. Ég bara hélt áfram. Ég verð 73 ára þann 14.mars næstkomandi og ég held þetta sé mjög góð ákvörðun sem ég tók þarna að fara í þetta af fullum krafti. Þetta er bara skemmtilegt og svo er ég með góðan þjálfara, hann passar upp á mann. Að maður geri hlutina rétt og fer ekki með mann í einhverja vitleysu.“ Hvað er það við kraftlyftingarnar sem heillar og er svona gott? „Ég get sagt þér að þetta er þvílík gleði og er sálarlegt líka. Maður þarf kannski ekki að fara til sálfræðings þegar að maður er í kraftlyftingum. Þetta er bara rosalega gott fyrir sál og líkama.“ Auk þess að stunda kraftlyftingar af miklum móð er Dagmar listmálari, góð blanda segir hún og árangur hennar í kraftlyftingunum talar sínu. Kom, sá og sigraði í Frakklandi Dagmar er nýkomin af Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem haldið var í Albi í Frakklandi í þetta skipti. Þar átti hún frábært mót, sló samtals sex heimsmet og er nú þrefaldur heimsmethafi. Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki. „Mótið var frábært. Alveg dásamlegt. Tvö lítil barnabörn komu með og hin tvö horfðu á héðan frá Íslandi. Það var svo dásamlegt að geta gert þetta fyrir þau fannst mér. Og líka fyrir mig en ég vissi svo sem ekkert hvað ég væri að fara lyfta. Vissi ekki að ég væri að slá einhver met. Þjálfarinn minn segir mér bara hvað ég eigi að gera og ég gegni bara. Svona yfirleitt alltaf. Dætur mínar höfðu látið búa til peysur sem á stóð TEAM Dagmar og ég hafði ekki hugmynd um það. Þau voru all-in eins og maður segir á slæmri íslensku.“ Bónusinn, að ná þessum heimsmetum, hlýtur að vera ansi sætur? „Já hann var mjög góður en ég vissi ekki af þessum heimsmetum fyrr en seinna um kvöldið. Ég var ekkert að spá í þessu þannig, þetta var mjög skemmtilegt.“ Gleðin sem Dagmar fær út úr því að stunda þessa íþrótt er henni mikilvægari en met. „Það er mjög gaman ef það er árangur en ég er ekkert að pæla í þessum tölum sem ég á að lyfta, hugsa ekki út í það. Svo legg ég það heldur ekkert á minnið.“ Barnabörnin montin Hvað segja barnabörnin þegar að þau sjá ömmu sína sem þessa kraftakonu? „Strákurinn, 6 ára, er alltaf að máta og sýna mér vöðvana sína og láta mig sýna honum vöðvana mína. Ég held að þau séu bara mjög glöð með þetta.“ En það eru eflaust ekki margir á 73 ára aldri sem eru að þessu? „Ég bara veit það ekki. Ég þekki ekki marga en svo veit maður ekki. Það geta alltaf verið einhverjir sem stunda þetta í felum.“ „Ég ætla bara að halda áfram“ En hver er lykillinn að því að geta gert þetta á þessum aldri? Gleðin skín í gegn hjá Dagmar í kraftlyftingunumMYND: EPF „Þú ert með góðan þjálfara. Svo borðar maður bara rétt. Ég borða allan mat fyrir utan unna matvöru og er ekkert sérstaklega að pæla í því hvað ég borða. Ég borða bara góðan mat og helst frá grunni. Svo er það kannski í genunum líka, að geta lyft þungu. En ég held að þetta komi hjá öllum. Þú byrjar með eitthvað létt og smám saman eykst styrkurinn. Svo gerist þetta bara.“ Maður sér það svo bersýnilega þegar að þú ert að lyfta sem og eftir lyftu hvað það er mikil gleði í þessu. „Maður springur bara út. Maður er svo glaður að geta gert eitthvað og staðið sig. Það er rosaleg gleði sem fylgir þessu.“ Hversu lengi ætlarðu að halda þessu áfram? „Ég ætla bara að halda áfram,“ segir Dagmar og hlær, mikil fyrirmynd þessi öfluga kona. Kraftlyftingar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Dagmar hefur stundað kraftlyftingar nær óslitið frá árinu 2013. „Ég var í ballett þegar að ég var lítil stelpa en á engan íþróttaferil að baki. Ég byrjaði á þessu árið 2013 þegar að stelpurnar mínar drógu mig upp úr sófanum og sögðu við mig: „Mamma nú kemur þú með okkur í lyftingar,“ svo hættu þær seinna meir. Önnur þeirra flutti til útlanda og hin varð ólétt. Ég bara hélt áfram. Ég verð 73 ára þann 14.mars næstkomandi og ég held þetta sé mjög góð ákvörðun sem ég tók þarna að fara í þetta af fullum krafti. Þetta er bara skemmtilegt og svo er ég með góðan þjálfara, hann passar upp á mann. Að maður geri hlutina rétt og fer ekki með mann í einhverja vitleysu.“ Hvað er það við kraftlyftingarnar sem heillar og er svona gott? „Ég get sagt þér að þetta er þvílík gleði og er sálarlegt líka. Maður þarf kannski ekki að fara til sálfræðings þegar að maður er í kraftlyftingum. Þetta er bara rosalega gott fyrir sál og líkama.“ Auk þess að stunda kraftlyftingar af miklum móð er Dagmar listmálari, góð blanda segir hún og árangur hennar í kraftlyftingunum talar sínu. Kom, sá og sigraði í Frakklandi Dagmar er nýkomin af Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem haldið var í Albi í Frakklandi í þetta skipti. Þar átti hún frábært mót, sló samtals sex heimsmet og er nú þrefaldur heimsmethafi. Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki. „Mótið var frábært. Alveg dásamlegt. Tvö lítil barnabörn komu með og hin tvö horfðu á héðan frá Íslandi. Það var svo dásamlegt að geta gert þetta fyrir þau fannst mér. Og líka fyrir mig en ég vissi svo sem ekkert hvað ég væri að fara lyfta. Vissi ekki að ég væri að slá einhver met. Þjálfarinn minn segir mér bara hvað ég eigi að gera og ég gegni bara. Svona yfirleitt alltaf. Dætur mínar höfðu látið búa til peysur sem á stóð TEAM Dagmar og ég hafði ekki hugmynd um það. Þau voru all-in eins og maður segir á slæmri íslensku.“ Bónusinn, að ná þessum heimsmetum, hlýtur að vera ansi sætur? „Já hann var mjög góður en ég vissi ekki af þessum heimsmetum fyrr en seinna um kvöldið. Ég var ekkert að spá í þessu þannig, þetta var mjög skemmtilegt.“ Gleðin sem Dagmar fær út úr því að stunda þessa íþrótt er henni mikilvægari en met. „Það er mjög gaman ef það er árangur en ég er ekkert að pæla í þessum tölum sem ég á að lyfta, hugsa ekki út í það. Svo legg ég það heldur ekkert á minnið.“ Barnabörnin montin Hvað segja barnabörnin þegar að þau sjá ömmu sína sem þessa kraftakonu? „Strákurinn, 6 ára, er alltaf að máta og sýna mér vöðvana sína og láta mig sýna honum vöðvana mína. Ég held að þau séu bara mjög glöð með þetta.“ En það eru eflaust ekki margir á 73 ára aldri sem eru að þessu? „Ég bara veit það ekki. Ég þekki ekki marga en svo veit maður ekki. Það geta alltaf verið einhverjir sem stunda þetta í felum.“ „Ég ætla bara að halda áfram“ En hver er lykillinn að því að geta gert þetta á þessum aldri? Gleðin skín í gegn hjá Dagmar í kraftlyftingunumMYND: EPF „Þú ert með góðan þjálfara. Svo borðar maður bara rétt. Ég borða allan mat fyrir utan unna matvöru og er ekkert sérstaklega að pæla í því hvað ég borða. Ég borða bara góðan mat og helst frá grunni. Svo er það kannski í genunum líka, að geta lyft þungu. En ég held að þetta komi hjá öllum. Þú byrjar með eitthvað létt og smám saman eykst styrkurinn. Svo gerist þetta bara.“ Maður sér það svo bersýnilega þegar að þú ert að lyfta sem og eftir lyftu hvað það er mikil gleði í þessu. „Maður springur bara út. Maður er svo glaður að geta gert eitthvað og staðið sig. Það er rosaleg gleði sem fylgir þessu.“ Hversu lengi ætlarðu að halda þessu áfram? „Ég ætla bara að halda áfram,“ segir Dagmar og hlær, mikil fyrirmynd þessi öfluga kona.
Árangur Dagmarar á EM í kraftlyftingum: - Setti heimsmet í hnébeygju í sínum flokki þrisvar sinnum - Í réttstöðulyftu sló hún heimsmet í síðustu lyftu sinni þar sem að hún lyfti 125,5 kílóum. - Sló heimsmetið í samanlögðum árangri tvívegis. - Dagmar er því ríkjandi heimsmethafi í sínum flokki í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. - Hún vann til gullverðlauna í öllum greinum og varð í fyrsta sæti í samanlögðum árangri í sínum flokki.
Kraftlyftingar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira