Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 11:57 Konan virðist hafa haft Sjúkratryggingar Íslands að féþúfu um árabil. Vísir/Egill Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira