Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 12:14 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra. Hann hefur áður boðið sig fram til formanns flokksins. Það var árið 2022, en laut í lægra haldi gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum. Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Sjá meira
Fundur Áslaugar fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á morgun. Fastlega er reiknað með að Áslaug tilkynni þar um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún hefur unnið ötullega að síðustu mánuði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Áslaug yrði þar með fyrst til að tilkynna formlega að hún hygði á formannsframboð. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til formanns eftir áskoranir þar um - en gaf ekki upp hversu mikinn umhugsunartíma hún tæki sér. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur einnig verið orðaður við framboð. „Það er ekki langt að bíða. Ég tilkynni hvaða ákvörðun ég mun taka, það er ekki komin tímasetning, en það er ekki langt í það,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segist ekki geta staðfest hvort hann sé búinn að taka lokaákvörðun en hann hafi hugsað málið frá öllum hliðum. „Við vitum að það er margt sem við þurfum að gera til að koma okkur aftur á þann stað sem við viljum vera á. Þá má maður ekki bara að hugsa þetta út frá sjálfum sér heldur öðrum þáttum líka. Svo á maður sömuleiðis fjölskyldu og ýmislegt annað sem er mikilvægt að taka í myndina þegar maður er að meta hvað sé réttast og best að gera,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór hjálpar Bjarna Benediktssyni með bindið á kosningavöku í nóvember.Vísir/vilhelm Hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi og hvatningu síðustu daga. „Við verðum að ná til fólks sem við náðum áður til. Við þurfum svo sannarlega að breikka okkar ásýnd og ímynd,“ segir Guðlaugur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þá sem íhuga framboð þurfa að ákveða sig sem fyrst. Það geti verið gott fyrir flokkinn verði formannsslagur á landsfundi. „Þar sem að öflugir frambjóðendur takast á. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir stjórnmálaflokka, það er að segja ef menn forðast mjög harðvítar innanflokksdeilur í kjölfar slíks, þá hefur það mjög oft verið lyftistöng,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Ívar Fannar
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Sjá meira