Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. janúar 2025 09:08 Konan var úrskurðuð látin í fjölbýlishúsi í Breiðholti í október á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti 13. október og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, að fjölbýlishúsi í Breiðholti. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur og konan var úrskurðuð látin. Sonur hennar var handtekinn á vettvangi. Hann hafði þá nýlega lokið afplánun, en líkt og áður segir hefur hann nú verið ákærður fyrir málið. Áður hefur verið greint frá fyrri ofbeldismálum sonarins, þar sem hann réðst á foreldra sína. Árið 2006 stakk hann föður sinn í bakið en var sýknaður í því máli vegna ósakhæfis. Þá komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Honum var gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Það var síðan árið 2022 sem maðurinn hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni. Var hann einnig sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina gegn móðurinni, en dómurinn heimfærði brotið sem stórfellda líkamsárás. Árásin varð á heimili móðurinnar í apríl 2022 skömmu eftir andlát föður mannsins, eiginmanns konunnar. Hann var ósáttur með að faðir hans myndi fá bálför og réðst því á móður sína. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið“ „Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ sagði konan í viðtali við Fréttablaðið skömmu eftir að dómur féll í málinu. Syninum var gefið að sök að slá móður sína ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparka í hana og taka hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir að hóta henni ítrekað lífláti. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið,“ sagði konan í viðtalinu. Hún taldi að hún væri við dauðans dyr þegar hún sagði syninum að þau skyldu ekki halda bálför. „Ég ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur,“ sagði hún. „Það eru allir hræddir við hann. Það eru allir í blokkinni hræddir við hann. Ég er drulluhrædd við hann.“ Konan sagði að þegar lögreglu og sérsveit hefði borið að garði hefði hún spurt lögreglumennina hvort þeir væru með byssu og þeir svarað játandi. „Ég bað þá um að skjóta hann, son minn“ sagði hún og tók fram að lögreglumennirnir hefðu skilið þá afstöðu hennar. Dómsmál Grunaður um að hafa banað móður sinni Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun. 31. október 2024 17:01 Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ 25. október 2024 21:08 Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. 26. nóvember 2024 12:11 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti 13. október og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, að fjölbýlishúsi í Breiðholti. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur og konan var úrskurðuð látin. Sonur hennar var handtekinn á vettvangi. Hann hafði þá nýlega lokið afplánun, en líkt og áður segir hefur hann nú verið ákærður fyrir málið. Áður hefur verið greint frá fyrri ofbeldismálum sonarins, þar sem hann réðst á foreldra sína. Árið 2006 stakk hann föður sinn í bakið en var sýknaður í því máli vegna ósakhæfis. Þá komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Honum var gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Það var síðan árið 2022 sem maðurinn hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni. Var hann einnig sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina gegn móðurinni, en dómurinn heimfærði brotið sem stórfellda líkamsárás. Árásin varð á heimili móðurinnar í apríl 2022 skömmu eftir andlát föður mannsins, eiginmanns konunnar. Hann var ósáttur með að faðir hans myndi fá bálför og réðst því á móður sína. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið“ „Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ sagði konan í viðtali við Fréttablaðið skömmu eftir að dómur féll í málinu. Syninum var gefið að sök að slá móður sína ítrekað með krepptum hnefum í líkama, andlit og höfuð, sparka í hana og taka hana ítrekað hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir að hóta henni ítrekað lífláti. „Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið,“ sagði konan í viðtalinu. Hún taldi að hún væri við dauðans dyr þegar hún sagði syninum að þau skyldu ekki halda bálför. „Ég ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur,“ sagði hún. „Það eru allir hræddir við hann. Það eru allir í blokkinni hræddir við hann. Ég er drulluhrædd við hann.“ Konan sagði að þegar lögreglu og sérsveit hefði borið að garði hefði hún spurt lögreglumennina hvort þeir væru með byssu og þeir svarað játandi. „Ég bað þá um að skjóta hann, son minn“ sagði hún og tók fram að lögreglumennirnir hefðu skilið þá afstöðu hennar.
Dómsmál Grunaður um að hafa banað móður sinni Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun. 31. október 2024 17:01 Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ 25. október 2024 21:08 Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. 26. nóvember 2024 12:11 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
„Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun. 31. október 2024 17:01
Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ 25. október 2024 21:08
Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. 26. nóvember 2024 12:11