Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:26 Þær Bermuda, Shudu, Aitana og Imma eru allar gríðarlega vinsælar á samfélagsmiðlum. Þær eru allar með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram en engin þeirra er til í alvörunni. Instagram Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar. Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira