Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 23:31 Bretinn Noah Williams vann bronsverðlaun í dýfingum á Ólympíuleikunum í París. Hann var ánægður með verðlaunapeninginn þá. Getty/Clive Rose Aðeins sex mánuðir eru liðnir frá því að Frakkar héldu Ólympíuleikana í París en yfir hundrað manns hafa þegar skilað verðlaunum sínum frá leikunum. Það var heldur ekki af ástæðulausu. Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Sjá meira
Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Sjá meira