Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:44 Benedikta segir að þetta mál hafi reynst Seyðfirðingum afar þungt og erfitt og að það hafi orðið persónulegra þegar sjókvíaeldisfyrirtækið hóf að ráða fólk í vinnu á svæðinu. Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“ Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“
Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32
Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42