Óvæntur glaðningur í veggjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 14:20 Daníel og Aðalsteina hafa gert mikið í húsinu og fundið ýmislegt í veggjunum. Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. „Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
„Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira