Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2025 13:02 (F.h.t.v.) Elísabet Sveinsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir. Á allra vörum Á allra vörum hrindir af stað nýju þjóðarátaki í mars eftir sex ára hlé. Ein forsvarskvenna átaksins segir aukið ofbeldi gegn konum og börnum hafa vakið þær til lífsins - nú þurfi að klára að byggja nýtt Kvennaathvarf. Þjóðarátak Á allra vörum fór síðast fram árið 2019 áður en það lagðist í dvala í heimsfaraldrinum. Með átakinu hefur meðal annars verið stutt við forvarnarstarf á vegum Eins lífs, sérstaka bráðageðdeild og Krabbameinsfélagið svo fátt eitt sé nefnt. Nú verður stutt við byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Kvennaathvarfið núna er í löngu úreltu húsnæði, sem er löngu sprungið og nú er ætlunin, og kominn grunnur að nýju Kvennaathvarfi sem er algjörlega sérsniðið að þörfum samfélagsins í dag,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, ein forsvarskvenna Á allra vörum. „Við höfum verið að velta fyrir okkur hvort við ættum að láta þetta gott heita. En núna þegar við höfum verið að velta hlutunum fyrir okkur þá hefur þessi ofboððslega aukning heimilisofbeldis gert það að verkum að við fórum að velta fyrir okkur hvað væri eiginlega í gangi, sérstaklega gagnvart konum og þar af leiðandi börnum.“ Þær hafi leitað til Lindu Drafnar Gunnarsdóttur forstöðukonu Kvennaathvarfsins sem tók þeim fagnandi. „Við lítum á okkar hlutverk þannig að við getum beint kastljósinu að þessu sjúklega vandamáli í þjóðfélaginu. Þessi normalísering ofbeldis, og það inni á heimilinu sem á að vera helst skjólið fyrir konur og fólk almennt. Heimilið á að vera griðarstaður,“ segir Elísabet. Átakið hefst í mars og endar með söfnunarþætti 5. apríl næstkomandi. „Ég vona að þjóðin verði okkur hliðholl eins og alltaf. Við höfum verið ofboðslega heppnar með þátttöku þjóðarinnar og þetta mál er gríðarlega mikilvægt.“ Kvennaathvarfið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Þjóðarátak Á allra vörum fór síðast fram árið 2019 áður en það lagðist í dvala í heimsfaraldrinum. Með átakinu hefur meðal annars verið stutt við forvarnarstarf á vegum Eins lífs, sérstaka bráðageðdeild og Krabbameinsfélagið svo fátt eitt sé nefnt. Nú verður stutt við byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Kvennaathvarfið núna er í löngu úreltu húsnæði, sem er löngu sprungið og nú er ætlunin, og kominn grunnur að nýju Kvennaathvarfi sem er algjörlega sérsniðið að þörfum samfélagsins í dag,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, ein forsvarskvenna Á allra vörum. „Við höfum verið að velta fyrir okkur hvort við ættum að láta þetta gott heita. En núna þegar við höfum verið að velta hlutunum fyrir okkur þá hefur þessi ofboððslega aukning heimilisofbeldis gert það að verkum að við fórum að velta fyrir okkur hvað væri eiginlega í gangi, sérstaklega gagnvart konum og þar af leiðandi börnum.“ Þær hafi leitað til Lindu Drafnar Gunnarsdóttur forstöðukonu Kvennaathvarfsins sem tók þeim fagnandi. „Við lítum á okkar hlutverk þannig að við getum beint kastljósinu að þessu sjúklega vandamáli í þjóðfélaginu. Þessi normalísering ofbeldis, og það inni á heimilinu sem á að vera helst skjólið fyrir konur og fólk almennt. Heimilið á að vera griðarstaður,“ segir Elísabet. Átakið hefst í mars og endar með söfnunarþætti 5. apríl næstkomandi. „Ég vona að þjóðin verði okkur hliðholl eins og alltaf. Við höfum verið ofboðslega heppnar með þátttöku þjóðarinnar og þetta mál er gríðarlega mikilvægt.“
Kvennaathvarfið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira