Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2025 18:01 Björgvin tók að sjálfsögðu lagið um helgina á afmælistónleikum Gunna. Björgvin Halldórsson segir að hæfileikar félaga hans Gunna Þórðarsonar hafi komið snemma í ljós. Gunni hafi verið skipstjórinn í brúnni í stúdíóinu og segist Björgvin hafa lært mikið af honum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Björgvin í tilefni af áttatíu ára stórafmæli Gunna en því var fagnað með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Þar var blásið til afmælistónleika í Eldborg og flutningur verka Gunnars í höndum þjóðþekktra tónlistarmanna. Sjálflært náttúrubarn Björgvin var að sjálfsögðu mættur að heiðra sinn gamla félaga í Hörpu um helgina. Í Bítinu segir hann að Gunni hafi kennt honum margt. „Gunnar er náttúrubarn í tónlistinni, sjálflærður í rauninni,“ segir Björgvin sem segist hafa rifjað það upp í Hörpu baksviðs að á áttunda og níunda áratugnum hafi þeir félagar gert fimm til sex plötur á hverju einasta ári. „Hann var skipstjórinn í brúnni í stúdíói, svona þegar það loksins kom stúdíó,“ segir Björgvin sem rifjar upp að þeir félagar hafi meðal annars haldið út til þess að taka upp plötu Ðe lónlí blú bojs. Björgvin segir Gunna hafa útsett allt og verið aðalgæinn, haft puttana í öllu saman. Björgvin opnaði tónleikana um helgina með laginu Vesturgata. „Það kom mér á óvart að það voru ekki allir með á hreinu hvaða lag þetta var. Þetta er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds og þau eru nú mörg eins og Vetrarsól og fleiri.“ Tímamót Tónlist Menning Bítið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Björgvin í tilefni af áttatíu ára stórafmæli Gunna en því var fagnað með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Þar var blásið til afmælistónleika í Eldborg og flutningur verka Gunnars í höndum þjóðþekktra tónlistarmanna. Sjálflært náttúrubarn Björgvin var að sjálfsögðu mættur að heiðra sinn gamla félaga í Hörpu um helgina. Í Bítinu segir hann að Gunni hafi kennt honum margt. „Gunnar er náttúrubarn í tónlistinni, sjálflærður í rauninni,“ segir Björgvin sem segist hafa rifjað það upp í Hörpu baksviðs að á áttunda og níunda áratugnum hafi þeir félagar gert fimm til sex plötur á hverju einasta ári. „Hann var skipstjórinn í brúnni í stúdíói, svona þegar það loksins kom stúdíó,“ segir Björgvin sem rifjar upp að þeir félagar hafi meðal annars haldið út til þess að taka upp plötu Ðe lónlí blú bojs. Björgvin segir Gunna hafa útsett allt og verið aðalgæinn, haft puttana í öllu saman. Björgvin opnaði tónleikana um helgina með laginu Vesturgata. „Það kom mér á óvart að það voru ekki allir með á hreinu hvaða lag þetta var. Þetta er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds og þau eru nú mörg eins og Vetrarsól og fleiri.“
Tímamót Tónlist Menning Bítið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira