„Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 16:04 Bjarni og Áslaug á leið af ríkisstjórnarfundi árið 2021. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira