Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 21:05 Séra Óskar Hafsteinn og Sigurður Ágústsson, formaður kirkjukórs Hrunaprestakalls voru kampakátir með hvað Grautarmessan tókst vel í Hrepphólakirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grjónagrautur og slátur sló í gegn eftir Nýársmessu í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag en það voru karlarnir í kór kirkjunnar, sem sáu um veitingarnar fyrir kirkjugesti, sem mikil ánægja var með. Messan er kölluð Grautarmessa. Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira