Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2025 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. vísir/einar Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“ Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira
Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“
Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira
Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42