Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2025 11:43 Fólk streymir eflaust í brekkurnar á Hlíðafjalli um helgina. Til stendur að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Gangi allt eftir verður opið frá tíu til þrjú. vísir/tryggvi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum. Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum.
Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent