Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:42 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru báðir lokaðir. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði. Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði.
Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira