Talsverðar líkur á hvítum jólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2024 12:02 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir. „Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“ Veður Jól Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
„Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“
Veður Jól Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira