Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2024 14:15 „Mig þyrstir, mig þyrstir,“ hóf Halldór á að segja í beinni útsendingu á Stöð 2. Halldór Armand rithöfundur lét krossfesta sig í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar rætt var við hann á skemmtistaðnum Röntgen í miðbæ Reykjavíkur. Halldór fékk ekki listamannalaun í ár þrátt fyrir að hafa fengið þau síðustu ár. „Það er verið að krossfesta mig hérna og ég vil bara að allir viti að ég er sá listamaður sem vorkennir sér mest í þessu máli, að missa af listamannalaunum,“ sagði Halldór við Elínu Margréti Böðvarsdóttur fréttakonu Stöðvar 2. Rétt um 250 af þeim 1300 sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóði listamanna á næsta ári og hefur vakið mikla athygli hvaða listamenn hafa fengið úthlutun og hverjir ekki. „Hugmyndin er að ef krossfestingin gengur vel þá mun ég rísa hér upp sem markaðshyggjuhöfundur, sem höfundur á frjálsum markaði og gangist algjörlega kapítalistamönnum á hönd,“ sagði Halldór Armand á Stöð 2 í gær. Hann gaf út bók sína Mikilvægt rusl fyrir þessi jól og seldi að sjálfsögðu eintök á Röntgen í gærkvöldi. Heldurðu að þú þurfir kannski á næsta ári að sækja um í sviðslistapottinn? „Ég mun auðvitað halda áfram að sækja um allt sem er í boði og reyna að komast aftur á ríkisspenann en kannski reyndar líður mér það vel í kapítalismanum hingað til að það getur vel verið að ég haldi mig bara þar,“ segir Halldór. Hann hefur þegar gert ráðstafanir. „Ég er að gefa út sjálfur nýju bókina mína þannig ég er búinn að gerast kapítalisti, kaupahéðinn og bókin mín er hér til sölu á þessum bar og í öllum helstu bókabúðum og hjá sjálfum mér. Þannig hann klæðir mig vel finnst mér kapítalisminn til þessa.“ Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 5. desember 2024 08:21 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Það er verið að krossfesta mig hérna og ég vil bara að allir viti að ég er sá listamaður sem vorkennir sér mest í þessu máli, að missa af listamannalaunum,“ sagði Halldór við Elínu Margréti Böðvarsdóttur fréttakonu Stöðvar 2. Rétt um 250 af þeim 1300 sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóði listamanna á næsta ári og hefur vakið mikla athygli hvaða listamenn hafa fengið úthlutun og hverjir ekki. „Hugmyndin er að ef krossfestingin gengur vel þá mun ég rísa hér upp sem markaðshyggjuhöfundur, sem höfundur á frjálsum markaði og gangist algjörlega kapítalistamönnum á hönd,“ sagði Halldór Armand á Stöð 2 í gær. Hann gaf út bók sína Mikilvægt rusl fyrir þessi jól og seldi að sjálfsögðu eintök á Röntgen í gærkvöldi. Heldurðu að þú þurfir kannski á næsta ári að sækja um í sviðslistapottinn? „Ég mun auðvitað halda áfram að sækja um allt sem er í boði og reyna að komast aftur á ríkisspenann en kannski reyndar líður mér það vel í kapítalismanum hingað til að það getur vel verið að ég haldi mig bara þar,“ segir Halldór. Hann hefur þegar gert ráðstafanir. „Ég er að gefa út sjálfur nýju bókina mína þannig ég er búinn að gerast kapítalisti, kaupahéðinn og bókin mín er hér til sölu á þessum bar og í öllum helstu bókabúðum og hjá sjálfum mér. Þannig hann klæðir mig vel finnst mér kapítalisminn til þessa.“
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 5. desember 2024 08:21 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 5. desember 2024 08:21
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11