Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 12:08 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa deilt um nokkurt skeið. Samtökin hafa reynt að gera sjálfstæðan samning við Eflingu þar sem laun og kjör eru með öðrum hætti en í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ekki viljað skrifa undir þann samning þar sem stéttarfélagið telur kjör ófaglærðs fólks í veitingabransanum töluvert verri hjá SVEIT. Málið fór alla leið til félagsdóms þar sem öllum kröfum SVEIT var hafnað eða vísað frá. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið svo hafa fengið ábendingu frá ungum manni. Sá var að hefja störf á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu og taldi að verið væri að brjóta á réttindum hans í kjarasamningi. „Við fyrstu sýn sáum við að þarna voru einfaldlega atvinnurekendur í veitingageiranum, fólk sem er inni í SVEIT og tengist SVEIT, að stofna sitt eigið gervistéttarfélag til þess að geta gert þennan draumasamning SVEIT við vinnandi fólk,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinar segir ákvörðun Seðlabankans ða lækka ekki vexti einungis koma niður á tekjulægri hópum.Vísir/Arnar Stéttarfélagið heitir Virðing og meðal stjórnarmanna þar eru átján ára dóttir stjórnarmanns í SVEIT og fleiri innan úr veitingageiranum. Sólveig segir alvarlegt ef samtök fyrirtækja stofna eigið stéttarfélag. „Þegar þú ferð að skoða launatöflurnar og önnur atriði í kjarasamningi er strax ljóst að ekki er bara verið að rýra kjör verulega. Manneskja sem fer að vinna eftir samningi SVEIT og Virðingar er að fara að fá laun sem eru 52 þúsund krónum lægri á mánuði. Til viðbótar á það er ráðist að eiginlega öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði,“ segir Sólveig og nefnir sjúkrasjóð, veikindarétt, rétt barnshafandi kvenna og fleira. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af fulltrúum Virðingar í dag án árangurs. Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði því á bug í stuttu spjalli að samtökin tengdust stéttarfélaginu með nokkrum hætti.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira