Auðir og ógildir með kosningakaffi Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. nóvember 2024 18:54 Snæbjörn Brynjarsson var einu sinni varaþingmaður Pírata en sagði af sér árið 2019 eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur á Kaffibarnum. Nú er hann óháður og skilar jafnvel auðu eða ógildu. Kosningakaffi fyrir auða og ógilda verður haldið í Tjarnarbíó á morgun frá fjögur til sex. Boðið verður upp á vöfflur og barmmerki eins og um alvöru stjórnmálahreyfingu sé að ræða. Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira