Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:02 Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. Vísir Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjárfestar séu að stórum hluta á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum. Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét. Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét.
Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira