Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2024 16:39 Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað þann 22. ágúst síðastliðinn. Einn er grunaður um verknaðinn. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst sætir gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi. Varðhaldstíminn teygir sig yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu.
Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira