Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 10:57 Þröng hefur verið á þingi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Nú stendur til að setja fé í að bæta aðstöðuna á meðan beðið er eftir nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Milljónirnar 650 sem eiga að fara í bráðamóttökuna samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs kæmu af heimildum Nýja Landspítalans. Brýnt er sagt að ráðast í húsnæðislausnir fyrir bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem núverandi aðstaða geri spítalanum ekki kleift að sinna nauðsynlegri bráðaþjónustu fram að opnun nýs meðferðarkjarna. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala (NLSH, opinbers hlutafélags um framkvæmdina, segir að fjölga eigi legurýmum á bráðamóttökunni. Göngudeild verði færð í færanlega byggingu. Hann segir tillögu um að draga tvo og hálfan milljarð af áður áætluðum fjárveitingum til framkvæmda við Nýja Landspítalann á næsta ári engin áhrif hafa á framgang uppbyggingarinnar miðað við þær framkvæmdaáætlanir sem liggi fyrir. Áfram verði framkvæmt fyrir meira en tuttugu milljarða króna á næsta ári. Nýr Landspítali rís við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Ljóst hefði verið að NLSH þyrfti ekki alla fjármunina á næsta ári vegna hliðrunar á framkvæmdalínu og þá ætti félagið uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Þeir milljarðar sem lagt er til að verði teknir af fjárheimildum næsta árs færist til ársins 2026. Auk fimm þingmanna starfsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks skrifar Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, undir nefndarálit meirihlutans en með fyrirvara um að ekki liggi fyrir heildaráhrif af breytingunum sem lagðar eru til. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Ný Ölfusárbrú Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Milljónirnar 650 sem eiga að fara í bráðamóttökuna samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs kæmu af heimildum Nýja Landspítalans. Brýnt er sagt að ráðast í húsnæðislausnir fyrir bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem núverandi aðstaða geri spítalanum ekki kleift að sinna nauðsynlegri bráðaþjónustu fram að opnun nýs meðferðarkjarna. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala (NLSH, opinbers hlutafélags um framkvæmdina, segir að fjölga eigi legurýmum á bráðamóttökunni. Göngudeild verði færð í færanlega byggingu. Hann segir tillögu um að draga tvo og hálfan milljarð af áður áætluðum fjárveitingum til framkvæmda við Nýja Landspítalann á næsta ári engin áhrif hafa á framgang uppbyggingarinnar miðað við þær framkvæmdaáætlanir sem liggi fyrir. Áfram verði framkvæmt fyrir meira en tuttugu milljarða króna á næsta ári. Nýr Landspítali rís við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Ljóst hefði verið að NLSH þyrfti ekki alla fjármunina á næsta ári vegna hliðrunar á framkvæmdalínu og þá ætti félagið uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Þeir milljarðar sem lagt er til að verði teknir af fjárheimildum næsta árs færist til ársins 2026. Auk fimm þingmanna starfsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks skrifar Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, undir nefndarálit meirihlutans en með fyrirvara um að ekki liggi fyrir heildaráhrif af breytingunum sem lagðar eru til.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Ný Ölfusárbrú Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira