Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:02 Katrín Edda og Markus eignuðust dreng í gær. Instagram Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn í gær. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem verður tveggja ára í desember. Katrín Edda leyfði áhugasömum fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með aðdraganda fæðingarinnar og frumsýndi soninn þegar hann var aðeins nokkurra klukkustunda gamall. „Þessi herramaður kom með miklum hvelli kl. 14:52 í dag og stækkaði hjörtu okkar margfalt,“ skrifar Katrín Edda og deilir myndum af syninum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Uppgefin eftir daginn Katrín birti fæðingarsöguna skömmu eftir að drengurinn kom í heiminn. Hún segir að henni hafi hvorki liðið vel líkamlega né andlega eftir átökin. „Þegar ég hélt ég væri með 1 í útvíkkun fékk ég skyndilega þörf til að ýta, missti vatnið, út kom haus og í kjölfarið búkur á litlum kalli í superman stöðu með hönd undir kjálka. Allt á ca 10 mínútum. Ég viðurkenni að mér leið alls ekki vel eftir fæðinguna, hvorki líkamlega né andlega. Ég var hálfpartinn í móki eftir sjokkið og vissi varla á hvað ég væri að horfa þegar ég horfði á bláan líkamann á stráknum mínum á gólfinu sem gaf ekki frá sér nokkuð hljóð fyrr en ljósmæður höfðu nuddað hann, blásið í andlitið hans og hann rak loks upp gríðarmikið öskur,“ segir meðal annars í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni. Katrín og Markus gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Garðakirkju síðastliðið sumar en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri. Tímamót Barnalán Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Katrín Edda leyfði áhugasömum fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með aðdraganda fæðingarinnar og frumsýndi soninn þegar hann var aðeins nokkurra klukkustunda gamall. „Þessi herramaður kom með miklum hvelli kl. 14:52 í dag og stækkaði hjörtu okkar margfalt,“ skrifar Katrín Edda og deilir myndum af syninum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Uppgefin eftir daginn Katrín birti fæðingarsöguna skömmu eftir að drengurinn kom í heiminn. Hún segir að henni hafi hvorki liðið vel líkamlega né andlega eftir átökin. „Þegar ég hélt ég væri með 1 í útvíkkun fékk ég skyndilega þörf til að ýta, missti vatnið, út kom haus og í kjölfarið búkur á litlum kalli í superman stöðu með hönd undir kjálka. Allt á ca 10 mínútum. Ég viðurkenni að mér leið alls ekki vel eftir fæðinguna, hvorki líkamlega né andlega. Ég var hálfpartinn í móki eftir sjokkið og vissi varla á hvað ég væri að horfa þegar ég horfði á bláan líkamann á stráknum mínum á gólfinu sem gaf ekki frá sér nokkuð hljóð fyrr en ljósmæður höfðu nuddað hann, blásið í andlitið hans og hann rak loks upp gríðarmikið öskur,“ segir meðal annars í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni. Katrín og Markus gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Garðakirkju síðastliðið sumar en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri.
Tímamót Barnalán Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira