Parið greindi frá gleðifréttunum í færslu á Instagram. Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman og kom hann í heiminn þann 3. september síðastliðinn.
„Daglegt líf með Ómari litla Kristjánssyni Yamak,” skrifaði parið við færsluna.
Edda og Kristján kynntust þegar Edda flutti til Íslands frá Kaupmannahöfn í júlí 2020 og urðu þau þá strax ástangin. Edda var á þeim tímapunkti nýkomin úr öðru sambandi og sagði hún því tímann ekki hafa verið réttan. Parið opinberaði samband sitt vorið 2021.