„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 19:46 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“ Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“
Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira